Nýju ári heilsað með hressandi sjósundi

Sjó›sund og heitur pottur íŒ Nauthó›lsvíŒk

Ég var í hópi þeirra sem heilsuðu nýju ári með hressandi sjósundi í Nauthólsvík í morgun. Áður hef ég nokkrum sinnum tekið sundtökin í íslenskum fjallavötnum eða í sjónum við Ísland að sumarlagi og fundist nóg um kuldann þótt sundið hafi vissulega verið afar hressandi. Ég kveið því svolítið fyrir því að kasta mér til sunds í Nauthólsvík að morgni nýársdags, ekki síst þegar mér var tjáð að sjávarhitinn væri -1,7°C. Þegar út í var komið, fannst mér tilfinningin vera svipuð og að stinga sér í sjóinn að sumarlagi þótt sjórinn hafi auðvitað verið mun kaldari nú. Ef til vill sótti ég styrk í þá vitneskju að strax að loknu sundi, biði mín heitur pottur við þjónustumiðstöð Ylstrandarinnar í Nauthólsvík.

Heiti potturinn á ylströndinni í Nauthólsvík var unaðslegur eftir kulsamt sjósundið.

Að loknu nýárssundi sat ég fjölmennan stofnfund Sjósund- og sjóbaðfélags Reykjavíkur í veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð. Aðalmarkmið félagsins er að efla og stuðla að betri aðstöðu til sjósunds og sjóbaða í Nauthólsvík. Benedikt Hjartarson sundkappi er fyrsti formaður félagsins og Árni Þór Árnason varaformaður.

Gagnlegar umræður urðu á stofnfundinum um hagsmunamál félagsins og var þar ýmsum ábendingum komið á framfæri um bætta aðstöðu sem og hugmyndum um framtíðarþróun svæðisins. Í ávarpi fagnaði ég stofnun félagsins og flutti því góðar óskir frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, sem sér um rekstur Ylstrandarinnar og þjónustumiðstöðvarinnar þar. Greindi ég frá því að hugmyndir þær, sem komu fram á fundinum, yrðu teknar til umfjöllunar á vettvangi Íþrótta- og tómstundaráðs.

40% fjölgun þátttakenda milli ára í Gamlárshlaupi ÍR

Gamlárshlaup ͕R

Metþátttaka var í Gamlárshlaupi Íþróttafélags Reykjavíkur þegar 937 þátttakendur þreyttu hlaupið, samanborið við 670 þátttakendur í fyrra. Um er að ræða 40% fjölgun þátttakenda í Gamlárshlaupinu á millli ára. Þessi aukning er fagnaðarefni og er góður vitnisburður um metnaðarfullt starf ÍR-inga, sem og raunar annarra íþróttafélaga í Reykjavík þar sem stundaðar eru frjálsar íþróttir og/eða hvatt til hlaupa með ýmsum hætti. Ég tel að einnig megi skýra þessa fjölgun með almennri heilsuvakningu, sem á sér nú stað meðal almennings, og kemur m.a. fram í stóraukinni ásókn og notkun á íþróttamannvirkjum Reykjavíkurborgar.

Í Gamlárshlaupinu er farinn 10 kílómetra hringur um Miðbæinn, út á Seltjarnarnes og síðan um Vesturbæinn og komið er í mark við Ráðhús Reykjavíkur. Veður var gott að þessu sinni, nokkuð kalt en stillt. Það er oft galsi í þátttakendum í Gamlárshlaupinu og æ fleiri hlaupa í litskrúðugum búningum og gera hlaupið þannig skemmtilegra. Við endamarkið ríkir góð stemmning enda eru allir ánægðir með að hafa drifið sig í hlaupið. Sumir e.t.v. hissa á því hvað þeir eru þungir á sér eftir stórveislurnar og heita því þá um leið að koma sér í enn betra form á komandi ári.

Gamlárshlaupið, sem nú var þreytt í 34. sinn, er íþróttaviðburður sem einkennist af hæfilegri blöndu af gleði, áreynslu við hæfi hvers og eins og heilbrigðri keppni. Ég þakka ÍR-ingum fyrir að auðga borgarlífið með því að standa árlega fyrir þessu skemmtilega og vel skipulagða hlaupi.

Icesave er rétt að byrja

Kostuleg eru ummæli Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra um að hann sé bjartsýnn á að menn sjái nú fyrir endann á Icesave-málinu og það fái farsælar lyktir. Það er ákaflega brýnt að koma því frá, þetta ólánsmál hættir þá að þvælast fyrir okkur, segir hann. Sennilega er Steingrímur að vísa til þess að málið hætti þá að þvælast fyrir honum og núverandi ríkisstjórn. Ríkisstjórnin ætlar sér þannig að vísa vandanum til framtíðar, enginn veit hvað reikningurinn verður hár eða hvernig hann verður greiddur. Samþykki Alþingi í dag erlendar skuldbindingar vegna viðskipta einkafyrirtækis, mun það í raun marka upphaf þrautagöngu frá sjónarhóli skattgreiðenda.

Að undanförnu hafa ráðherrar og ríkisfjölmiðlar gert mest með að umræður um Icesave gangi ekki nógu hratt fyrir sig á Alþingi en sem minnst fjallað um efnisatriði málsins, þ.e. hvað ánauðin mun í raun þýða fyrir þjóðarbúið. En ný og þungvæg efnisatriði koma stöðugt fram, sem krefjast frekari umræðna um málið á meðal þings og þjóðar.

 • Áhættugreining IFS á Icesave-frumvarpinu sýnir að samþykkt þess hefði miklar og óverjandi hættur í för með sér fyrir þjóðina. Áhættan er öll á annan veg og forsendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir greiðsluhæfi íslenska ríkisins virðist byggjast á óskhyggju og óhóflegri bjartsýni.
 • Eftir því sem fleiri lögfræðingar tjá sig verður ljósara að ríkisábyrgð á Icesave-skuldbindingum stenst hvorki íslenska né evrópska löggjöf, þrátt fyrir að ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafi síðan í febrúar reynt að telja þjóðinni trú um hið gagnstæða.
 • Virtir lögfræðingar hafa lýst miklum efasemdum um að lög um ríkisábyrgð vegna Icesave standist ákvæði stjórnarskrár um skýra og afdráttarlausa lagaheimild vegna útgjalda ríkissjóðs.
 • Nú síðast komu fram upplýsingar um að greiðslur ríkisins af lánum muni nema um 40% af tekjum þess á næsta ári og íslenska ríkið sé því nærri eða yfir skuldaþolmörkum.

Í skrúfstykki ofurskulda?

Þar sem um er að ræða eitt stærsta mál í sögu lýðveldisins ætti Alþingi að fresta umræðum meðan þingmenn fara betur yfir málið. Á því hefur ríkisstjórnin ekki áhuga heldur keyrir málið í gegn. Umræður um þessi efnisatriði bíða annarra tíma en þá er hætta á að þjóðin verði komin í skrúfstykki ofurskulda. Í sumar var mikill meirihluti landsmanna (63%) á móti þáverandi Icesave-frumvarpi ríkisstjórnarinnar skv. Gallup-könnun. Þrátt fyrir stöðugan áróður um að farsælli og jafnvel glæsilegri niðurstöðu sé náð með núverandi frumvarpi og þjóðin sé búin að fá nóg af málinu, kemur fram með skýrum hætti í skoðanakönnun MMR nú í desember að yfirgnæfandi meirihluti landsmanna (69%) vill fá að kjósa um frumvarpið.

Flestir Íslendingar hafa áttað sig á því að verið er að ganga á lýðræðislegan rétt landsmanna með því að binda hendur þeirra gagnvart erlendum ríkjum til ófyrirsjáanlegrar framtíðar vegna skuldbindinga, sem eru umfram lagaskyldu og geta þar að auki reynst þjóðarbúinu ofviða. Skömm þeirra, sem slík ólög samþykkja, verður lengi uppi.

(Greinin birtist í Morgunblaðið 30.xii.2009)

Af hverju má ekki kjósa um skatta?

Margir eru forviða yfir forkastanlegum vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í Icesave málinu. Endalaust koma upp nýir fletir á þessu ógæfumáli og sumir þannig að þeir myndu einir og sér duga heiðvirðum þingmönnum til að kasta frumvarpinu út í hafsauga. Nýjasta uppákoman snýst um hvernig ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytis tók þátt í að fela einhverjar mikilvægustu staðreyndir málsins fyrir almenningi fram yfir kosningar sl. vor. Slíkt ráðabrugg háttsetts embættismanns og fulltrúa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er reginhneyksli sem taka ætti á með afgerandi hætti.

Enn berast fréttir af því að einstakir þingmenn finni sér afsakanir til að vera fjarverandi þegar atkvæði verða greidd um eitt mikilvægasta mál lýðveldissögunnar. Orð Atla Gíslasonar í Morgunblaðinu á þriðjudag verða ekki skilin öðru vísi en að hann taki sér frí frá þingi fram yfir atkvæðagreiðslur Icesave og fjárlaga til að sinna lögmannsstörfum. Er þingmennska sum sé orðin aukastarf ogeinungis til uppfyllingar öðrum mikilvægari störfum?

Hefur þjóðin brugðist trausti Steingríms?

Vinnubrögð vinstri flokkanna sýna að best er að þjóðin fái að kjósa um Icesave frumvarpið. Stór hluti landsmanna hefur myndað sér skoðun á málinu og vill fá að hafa um það að segja hvort frekari fjárhagslegar skuldbindingar verði lagðar á þá, sem mjög er deilt um hvort þjóðin geti staðið undir.

Fróðlegt hefur verið að sjá ýmsa baráttumenn fyrir fjölgun þjóðaratkvæðagreiðslna, færa nú rök fyrir því að þær eigi ekki við í þessu tilviki. Þannig segir Steingrímur J. Sigfússon að í þjóðaratkvæðagreiðslum séu yfirleitt undanskilin ákveðin atriði, sem ekki sé talið gerlegt að kosið sé um, eins og fjárhagsskuldbindingar og skattar. Þarna slær Steingrímur J. Sigfússon enn einu sinni fram röngum fullyrðingum. Hefði hann kynnt sér þjóðaratkvæðagreiðslur víða um heim, kæmist hann að því að þær eru ekki síst notaðar til að skera úr um hvort varpa eigi yfir á almenning skattahækkunum og framkvæmdum sem hafa miklar fjárskuldbindingar í för með sér. Icesave málið snýst um gífurlegar fjárhagslegar skuldbindingar sem þjóðin mun þurfa að gera upp í formi skatta. Það er einboðið að hún fái að segja hug sinn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

(Grein þessi birtist í Morgunblaðinu 9.xii.2009)

Útihátíð í Vesturbæjarlaug

Velunnarar Vesturbæjarlaugar hafa í sumar staðið fyrir fjársöfnun í því skyni að kaupa fiskabúr og setja það upp í anddyri laugarinnar, á svipuðum stað og gamla fiskabúrið var. Ég man vel eftir gamla búrinu en það var árum saman gleðigjafi sundlaugargesta, ekki síst af yngri kynslóðinni, allt þar til það var tekið í tengslum við andlitslyftingu á anddyrinu um miðjan níunda áratuginn. Framtak sundlaugarvinanna er lofsvert og hefur verið vel tekið af formanni íþrótta- og tómstundaráðs, sem hér slær auðmjúklega á lyklaborð.

Í dag stóðu aðstandendur söfnunarinnar fyrir útihátíð í samvinnu við Vesturbæjarlaug. Sundlaugarbakkinn var nýtur sem afbragðs hljómsveitarpallur þar sem frábærir listamenn spiluðu fyrir gesti og gangandi, og að sjálfsögðu syndandi. Leiktæki voru til staðar fyrir börnin og í boði var ís og annað góðgæti. Í stuttu máli sagt: Allir glaðir í góðu veðri. Hafi sundlaugarvinirnir bestu þakkir fyrir vel heppnaða útihátíð og fjársöfnun í þágu Vesturbæjarlaugar.
Oddný Áslaug skírð.

Skírn

Í dag fór fram skírnarathöfn heima á Hávallagötunni þar sem dóttur okkar Guðbjargar, sem fæddist hinn 15. júní sl., var gefið nafnið Oddný Áslaug. Hér erum við foreldrarnir ásamt barninu og prestinum, sr. Sigurði Grétari Helgasyni.

Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni

Hlaupið úti við strönd, Nesið í baksýn.
Hlaupið úti við strönd, Nesið í baksýn.
Metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni.
Reykjavíkurmaraþon fór fram í dag þegar 11.487 þátttakendur hlupu um götur borgarinnar og var um metþátttöku að ræða. Maraþonið fór nú fram í 26. sinn og hefur fest sig í sessi sem einn helsti íþróttaviðburður landsins. Ánægjulegt er að sjá hve margir koma utan af landi og frá útlöndum, gagngert til að taka þátt í hlaupinu. Skipuleggjendur maraþonsins leggja sig fram um að bjóða hlaup og heilbrigða áreynslu við hæfi allra, þeir sem hlaupa ekki hálft eða heilt maraþon, geta hlaupið tíu kílómetra, þrjá kílómetra, nú eða bara tekið þátt í hinu bráðskemmtilega Latabæjarmaraþoni, sem er enn styttra. Ég hef aldrei skynjað það jafnsterkt í nokkru íþróttamóti eins og Reykjavíkurmaraþoni, að aðalatriðið er að vera með og skemmta sér.
Stemmningin sem myndast þegar þúsundir hlaupara þjóta af stað eftir Lækjargötunni er einstök. Sumir keppa einbeittir að ákveðnu markmiði og láta ekkert trufla sig, aðrir spjalla saman á leiðinni og gera að gamni sínu eins og þeir væru í heita pottinum. Þegar komið er á leiðarenda eru allir sigurvegarar og margir ánægðir með sjálfa sig fyrir að hafa drifið sig í hlaupið og ekki síður fyrir æfingarnar um sumarið.
Mörg undanfarin ár hef ég skokkað á sumrin mér til ánægju og hæfilegrar áreynslu. Það kann að hljóma sem þversögn en mér finnst afslappandi að hlaupa, ekki síst ef mikið er að gera í vinnunni. Fyrstu árin hljóp ég tíu kílómetrana en árið 2000 hljóp ég í fyrsta sinn hálfmaraþon, þegar ég tók þátt í Brúarhlaupinu við vígslu Eyrarsundsbrúarinnar, sem tengir Danmörku og Svíþjóð. Nokkrum sinnum hef ég tekið þátt í skemmtilegum hlaupum úti á landi, t.d. í Jökulsárhlaupinu frá Dettifossi í Ásbyrgi og í Vesturgötuhlaupinu, sem hlaupið er í ægifögru landslagi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.
Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hálfmaraþon sé hæfileg vegalengd fyrir mig en vissulega hefur mig langað til að reyna heilmaraþon, 42 kílómetra, þótt það væri ekki nema einu sinni. Nú ákvað ég að láta á það reyna þótt ég hefði vissulega viljað hafa meiri tíma í sumar til æfinga fyrir svo langt hlaup.
Í stuttu máli sagt þá gekk hlaupið ágætlega og ég hljóp vegalengdina á rúmum fjórum klukkustundum, 4:09:42. Gaman er að skokka um borgina í góðu veðri og maður fær nægan tíma til margvíslegra hugsana. Eftir rúma þrjátíu kílómetra fór ég að þreytast, eftir 36 kílómetra hægði ég verulega á mér og urðu síðustu sex kílómetrarnir erfiðir. Rétt áður en ég kom í mark tók Gunnlaugur Júlíusson kurteislega fram úr mér, sem mér fannst í sjálfu sér heiður fyrir mig. Ég gladdist innra með mér yfir því að ég skyldi ná þeim árangri að koma á svipuðum tíma í mark og þessi hrausti ofurhlaupari. Ég vissi ekki þá að Gunnlaugur hafði vaknað fyrr en ég um morguninn og hlaupið heilt maraþon áður en hann kom og tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með okkur hinum, sem sváfum út. Gunnlagur var því að koma í mark eftir 84 kílómetra morgunhlaup. Já, sæll.
Mögnuð menningarnótt
Það tekur tíma að jafna sig eftir maraþonhlaup en undir kvöldmat brölti ég á fætur og hélt niður í bæ á vit menningarnætur. Miðbærinn var að sjálfsögðu fullur af fólki sem skemmti sér vel enda fjölmörg skemmtiatriði í boði við allra hæfi. Árborg var gestasveitarfélag menningarnætur að þessu sinni og var metnaðarfull dagskrá á vegum þess í Tjarnarsal Ráðhússins. Að vanda lauk skipulagðri dagskrá með glæsilegri flugeldasýningu í boði Orkuveitunnar um klukkan ellefu. Eftir sýninguna hélt ég heimleiðis ásamt börnum mínum, Snæfríði og Magnúsi, en greinilegt var þegar við fórum í gegnum Miðbæinn að hjá mörgum var hátíðin rétt að byrja.

Reykjavíkurmaraþon fór fram í dag þegar 11.487 þátttakendur hlupu um götur borgarinnar og var um metþátttöku að ræða. Maraþonið fór nú fram í 26. sinn og hefur fest sig í sessi sem einn helsti íþróttaviðburður landsins. Ánægjulegt er að sjá hve margir koma utan af landi og frá útlöndum, gagngert til að taka þátt í hlaupinu. Skipuleggjendur maraþonsins leggja sig fram um að bjóða hlaup og heilbrigða áreynslu við hæfi allra, þeir sem hlaupa ekki hálft eða heilt maraþon, geta hlaupið tíu kílómetra, þrjá kílómetra, nú eða bara tekið þátt í hinu bráðskemmtilega Latabæjarmaraþoni, sem er enn styttra. Ég hef aldrei skynjað það jafnsterkt í nokkru íþróttamóti eins og Reykjavíkurmaraþoni, að aðalatriðið er að vera með og skemmta sér.

Stemmningin sem myndast þegar þúsundir hlaupara þjóta af stað eftir Lækjargötunni er einstök. Sumir keppa einbeittir að ákveðnu markmiði og láta ekkert trufla sig, aðrir spjalla saman á leiðinni og gera að gamni sínu eins og þeir væru í heita pottinum. Þegar komið er á leiðarenda eru allir sigurvegarar og margir ánægðir með sjálfa sig fyrir að hafa drifið sig í hlaupið og ekki síður fyrir æfingarnar um sumarið.

Mörg undanfarin ár hef ég skokkað á sumrin mér til ánægju og hæfilegrar áreynslu. Það kann að hljóma sem þversögn en mér finnst afslappandi að hlaupa, ekki síst ef mikið er að gera í vinnunni. Fyrstu árin hljóp ég tíu kílómetrana en árið 2000 hljóp ég í fyrsta sinn hálfmaraþon, þegar ég tók þátt í Brúarhlaupinu við vígslu Eyrarsundsbrúarinnar, sem tengir Danmörku og Svíþjóð. Nokkrum sinnum hef ég tekið þátt í skemmtilegum hlaupum úti á landi, t.d. í Jökulsárhlaupinu frá Dettifossi í Ásbyrgi og í Vesturgötuhlaupinu, sem hlaupið er í ægifögru landslagi milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar.

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að hálfmaraþon sé hæfileg vegalengd fyrir mig en vissulega hefur mig langað til að reyna heilmaraþon, 42 kílómetra, þótt það væri ekki nema einu sinni. Nú ákvað ég að láta á það reyna þótt ég hefði vissulega viljað hafa meiri tíma í sumar til æfinga fyrir svo langt hlaup.

Í stuttu máli sagt þá gekk hlaupið ágætlega og ég hljóp vegalengdina á rúmum fjórum klukkustundum, 4:09:42. Gaman er að skokka um borgina í góðu veðri og maður fær nægan tíma til margvíslegra hugsana. Eftir rúma þrjátíu kílómetra fór ég að þreytast, eftir 36 kílómetra hægði ég verulega á mér og urðu síðustu sex kílómetrarnir erfiðir. Rétt áður en ég kom í mark tók Gunnlaugur Júlíusson kurteislega fram úr mér, sem mér fannst í sjálfu sér heiður fyrir mig. Ég gladdist innra með mér yfir því að ég skyldi ná þeim árangri að koma á svipuðum tíma í mark og þessi hrausti ofurhlaupari. Ég vissi ekki þá að Gunnlaugur hafði vaknað fyrr en ég um morguninn og hlaupið heilt maraþon áður en hann kom og tók þátt í Reykjavíkurmaraþoninu með okkur hinum, sem sváfum út. Gunnlagur var því að koma í mark eftir 84 kílómetra morgunhlaup. Já, sæll.

Mögnuð menningarnótt

Það tekur tíma að jafna sig eftir maraþonhlaup en undir kvöldmat brölti ég á fætur og hélt niður í bæ á vit menningarnætur. Miðbærinn var að sjálfsögðu fullur af fólki sem skemmti sér vel enda fjölmörg skemmtiatriði í boði við allra hæfi. Árborg var gestasveitarfélag menningarnætur að þessu sinni og var metnaðarfull dagskrá á vegum þess í Tjarnarsal Ráðhússins. Að vanda lauk skipulagðri dagskrá með glæsilegri flugeldasýningu í boði Orkuveitunnar um klukkan ellefu. Eftir sýninguna hélt ég heimleiðis ásamt börnum mínum, Snæfríði og Magnúsi, en greinilegt var þegar við fórum í gegnum Miðbæinn að hjá mörgum var hátíðin rétt að byrja.

Glæsilegur Víkingsvöllur vígður

Nýr og glæsilegur gervigrasvöllur Víkings í Fossvogsdal var formlega tekinn í notkun í dag í góðu veðri. Hanna Birna Kristjánsdóttir vígði völlinn ásamt ungum iðkendum úr Víkingi. Þar með hefur þeim áfanga verið náð í þágu íþróttastarfs að öll íþróttafélög borgarinnar ráða nú yfir gervigrasvelli til æfinga og eru flestir þeirra upphitaðir.
Efnið á vellinum er af svokallaðri þriðju kynslóð gervigrass og er reiknað með að nýting á slíkum velli sé um fimmtán sinnum meiri en á hefðbundnum grasvelli! Völlurinn er 111 x 73 metrar að stærð en merktur völlur er 105 x 68 metrar. Hann er upphitaður með hitakerfi og nemur heildarlengd plastpípna til upphitunar um 33 kílómetrum. Þá er völlurinn flóðlýstur með sex 18 metra háum möstrum. Alls er búið að dreifa um 146 tonnum af sandi á völlinn og um 52 tonnum af gúmmíkurli.
Víkingar hafa beðið eftir gervigrasvellinum í mörg ár og er auðheyrt að þeir binda miklar vonir við hann til eflingar knattspyrnu hjá félaginu, ekki síst í barna- og unglingastarfi.
Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði í ágúst 2004, um að hafinn yrði undirbúningur að lagningu gervigrasvallar á félagssvæði Víkings. Ári síðar, í september 2005 lögðum við sjálfstæðismenn til að undirbúningsvinnu yrði hraðað og völlurinn lagður á árinu 2006. Fulltrúar R-listans felldu tillöguna en þess í stað var samþykkt að stefnt yrði að því að umræddur völlur yrði tekinn í notkun árið 2007. Framkvæmdir við völlinn hófust þó ekki fyrr en haustið 2007 er nýlokið eins og áður segir.
Eftir vígsluna voru veitingar í boði og síðan fylgdist ég með fjörugum leik Víkings og Aftureldingar, sem lyktaði með markalausu jafntefli. Óhætt er að segja að íþróttasvæði Víkings í Fossvogi er eitt hið fegursta og veðursælasta í Reykjavík og þangað er ætíð gott að koma.
Ég óska Víkingum til hamingju með glæsilegan gervigrasvöll og er þess fullviss að hann mun um ókomin ár efla hreysti og líkamlegt sem andlegt atgervi barna- og ungmenna í Fossvogi, Bústöðum, Smáíbúðahverfi og Blesugróf.

Nýr og glæsilegur gervigrasvöllur Víkings í Fossvogsdal var formlega tekinn í notkun í dag í góðu veðri. Hanna Birna Kristjánsdóttir vígði völlinn ásamt ungum iðkendum úr Víkingi. Þar með hefur þeim áfanga verið náð í þágu íþróttastarfs að öll íþróttafélög borgarinnar ráða nú yfir gervigrasvelli til æfinga og eru flestir þeirra upphitaðir.

Efnið á vellinum er af svokallaðri þriðju kynslóð gervigrass og er reiknað með að nýting á slíkum velli sé um fimmtán sinnum meiri en á hefðbundnum grasvelli! Völlurinn er 111 x 73 metrar að stærð en merktur völlur er 105 x 68 metrar. Hann er upphitaður með hitakerfi og nemur heildarlengd plastpípna til upphitunar um 33 kílómetrum. Þá er völlurinn flóðlýstur með sex 18 metra háum möstrum. Alls er búið að dreifa um 146 tonnum af sandi á völlinn og um 52 tonnum af gúmmíkurli.

Víkingar hafa beðið eftir gervigrasvellinum í mörg ár og er auðheyrt að þeir binda miklar vonir við hann til eflingar knattspyrnu hjá félaginu, ekki síst í barna- og unglingastarfi.

Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði í ágúst 2004, um að hafinn yrði undirbúningur að lagningu gervigrasvallar á félagssvæði Víkings. Ári síðar, í september 2005 lögðum við sjálfstæðismenn til að undirbúningsvinnu yrði hraðað og völlurinn lagður á árinu 2006. Fulltrúar R-listans felldu tillöguna en þess í stað var samþykkt að stefnt yrði að því að umræddur völlur yrði tekinn í notkun árið 2007. Framkvæmdir við völlinn hófust þó ekki fyrr en haustið 2007 er nýlokið eins og áður segir.

Eftir vígsluna voru veitingar í boði og síðan fylgdist ég með fjörugum leik Víkings og Aftureldingar, sem lyktaði með markalausu jafntefli. Óhætt er að segja að íþróttasvæði Víkings í Fossvogi er eitt hið fegursta og veðursælasta í Reykjavík og þangað er ætíð gott að koma.

Ég óska Víkingum til hamingju með glæsilegan gervigrasvöll og er þess fullviss að hann mun um ókomin ár efla hreysti og líkamlegt sem andlegt atgervi barna- og ungmenna í Fossvogi, Bústöðum, Smáíbúðahverfi og Blesugróf.

223 ár síðan Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi

Í bítið var ég í morgunþætti Bylgjunnar hjá þeim Kolbrúnu Björnsdóttur og Heimi Karlssyni og ræddi ásamt Þorleifi Gunnlaugssyni borgarfulltrúa um tilboð Magma Energy í hluti Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Ég skýrði af hverju öll rök hníga að því að Orkuveitan selji hlut sinn í HS. Í fyrsta lagi hafa samkeppnisyfirvöld úrskurðað að OR megi ekki eiga meira en 10% í HS og hefur OR fengið frest til áramóta til að lækka hlut sinn í samræmi við það. Að sjálfsögðu kemur ekki annað til greina en OR fari eftir úrskurði samkeppnisyfirvalda, verði það ekki gert gæti OR verið dæmd til greiðslu sekta auk þess sem fyrirtækið yrði fyrir álitshnekki ef það hundsaði úrskurðinn. Í annan stað er ljóst að ,,praktískar” forsendur OR fyrir kaupum á hlutabréfum í HS eru brostnar og því engin ástæða fyrir OR að vera með bundið fé í fyrirtæki, sem tengist ekki megintilgangi þess með beinum hætti.

Fyrir tveimur árum lögðust borgarfulltrúar VG, gegn því að Orkuveitan keypti hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Nú leggjast borgarfulltrúar VG gegn því að sami hlutur verði seldur frá OR. Í þættinum benti ég á að söluferlið hefði verið opið og að ríkisstjórninni væri, eins og öðrum, frjálst að bjóða í hlutinn ef hún teldi mikilvægt að hann yrði ekki seldur til einkaaðila. Þáttastjórnendur gripu þetta á lofti og spurðu Þorleif hvort hann myndi ekki beita sér í málinu gagnvart flokksbræðrum sínum í ríkisstjórn. Hann sagðist myndu gera það og veit ég ekki betur en að síðar um daginn hafi hjólin farið að snúast hvað það varðar.

Fróðleg Pisa ráðstefna

Eftir þáttinn sótti ég norrænu Pisa-ráðstefnuna á Grand hóteli. Ástæða er til að hrósa aðstandendum fyrir þarft framtak og þakka þeim fyrir vel heppnaða ráðstefnu þar sem lagðar voru fram afar mikilvægar upplýsingar um stöðu menntamála á Norðurlöndum. Þessar upplýsingar eru gott framlag til opinskárra umræðna, sem þurfa að eiga sér stað um íslenskt menntakerfi og hvernig eigi að bæta það.

Ný vatnsrennibraut opnuð

Ánægjulegt var að opna nýja vatnsrennibraut í Laugardalslaug síðdegis með því að klippa á borða um leið og vatninu var hleypt á og kátir krakkar renndu sér út í laugina með ósvikinni gleði. Rennibrautin er 80 metra löng, lokuð alla leið með ljósastýringu. Gamla rennibrautin var lengi vel hin eina í Reykjavík og hafði mikið aðdráttarafl fyrir yngstu kynslóðina. Eftir að gamla laugin eyðilagðist í fyrrasumar, hafa margir beðið þess með óþreyju að hin nýja kæmi og sá draumur rættist í dag.

Bókasafn Þórðar Björnssonar varðveitt í Borgarskjalasafni

Klukkan þrjú var ég viðstaddur athöfn í Borgarskjalasafni Reykjavíkur þar sem Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar, afhenti safninu stórmerkilegt bókasafn Þórðar til varðveislu.

Þórður var bæjarfulltrúi í Reykjavík í þrjú kjörtímabil, 1950-62. Lengstan hluta starfsævinnar eða 33 ár, vann hann hjá Sakadómi Reykjavíkur, fyrst sem fulltrúi, síðan sem sakadómari og loks sem yfirsakadómari áður en hann var skipaður ríkissaksóknari. Þórður vann því mikið starf í þágu Reykvíkinga og varði drjúgum hluta launa sinna og frítíma til bókasöfnunar, sem hann vildi að Reykjavíkurborg eignaðist eftir sinn dag.

Þórður sérhæfði sig í söfnun bóka, sem tengdust Reykjavík og Íslandi og er safnið eitt merkasta, ef ekki merkasta bókasafn landsins með ferðalýsingum útlendinga um Reykjavík frá 18. og 19. öld. Alls eru 2.150 bækur eftir erlenda höfunda í safninu, sem fjalla allar um Ísland og þar með Reykjavík. Í safninu eru einnig átján gömul kort af Íslandi auk úrklippusafns úr erlendum blöðum þar sem fjallað er um málefni Íslands.

Guðfinna hefur tölvuskráð allt safnið eftir andlát Þórðar, merkt hverja bók með bókamerki í nafni Þórðar og prentað bókaskrá með formála eftir Braga Kristjónsson fornbókasala.

Það voru einmitt þeir fornbóka-feðgar, Bragi og Ari Gísli, sem höfðu samband við mig árið 2007 til að kanna hug Reykjavíkurborgar til að taka við bókasafni Þórðar til varðveislu en ég var þá formaður menningar- og ferðamálaráðs. Eftir að hafa heimsótt frú Guðfinnu í október 2007 og skoðað safnið ásamt Jóhannesi Bárðarsyni, fulltrúa framsóknarmanna í ráðinu, vorum við Jóhannes sammála um að mikilvægt væri að tryggja varðveislu safnsins og tryggja fræðimönnum og grúskurum framtíðarinnar aðgang að því. Skömmu síðar lét ég af starfi formanns menningar- og ferðamálaráðs en reyndi þó að þoka málinu áfram eftir mætti. Það var því afar ánægjulegt fyrir mig að vera viðstaddur hátíðlega athöfn í Borgarskjalasafninu þegar frú Guðfinna afhenti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra safnið með formlegum hætti. Við sama tilefni var opnuð sýning á hluta bókasafns Þórðar ásamt ýmsum skjölum. Sýningin verður opin í einn mánuð og er í senn fróðleg og skemmtileg.

Fjölmennt borgarskákmót

Síðdegis setti ég 24. borgarskákmótið í Ráðhúsinu og lék fyrsta leikinn. Reykjavíkurfélögin Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir mótshaldinu en það var fyrst haldið 18. ágúst 1986 í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Vel var staðið að mótinu og skemmtilegt að fylgjast með því. Rúmlega áttatíu manns voru skráðir til keppni, sem er betri þátttaka en mörg undanfarin ár. Mótið styrkti þá tilfinningu mína að áhugi á skák fari vaxandi og Reykjavík færist nær því takmarki að verða skákhöfuðborg heimsins.

Vel heppnuð íbúahátíð í Vesturbæ

Undir kvöld sótti ég fjölmenna íbúahátíð í Vesturbænum, á leiksvæðinu milli Tómasarhaga, Grímshaga, Suðurgötu og Lynghaga. Var þar m.a. kynnt þriggja ára þróunarverkefni, sem felur m.a. í sér aukna þátttöku og ábyrgð íbúa vegna umsjónar leikvallarins við Lynghaga. Hverfisráð Vesturbæjar, Vináttufélagið Grímur og umhverfisráð Reykjavíkurborgar stóðu að hátíðinni sem fór hið besta fram.

Góð uppskera í skólagörðum

Í hádeginu og um kvöldið fór ég í skólagarðana í Litla Skerjafirði og hjálpaði Snæfríði dóttur minni að taka upp kartöflur, kál og fleira góðgæti, sem hún hefur ræktað þar í sumar. Frábært er að sjá hvernig skólagarðar borgarinnar hafa blómstrað í sumar og þar hefur fengist góð uppskera í margvíslegum skilningi. Afar margt jákvætt felst í því að gefa börnunum tækifæri til að rækta grænmeti og plöntur, sem hlúa þarf að svo vel fari. Í lokin njóta þau ávaxta erfiðisins og stór hluti ánægjunnar er að fara heim með uppskeruna og færa björg í bú. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs, á heiður skilinn fyrir að hafa beitt sér fyrir því að skólagörðum fyrir börn og matjurtagörðum fyrir fullorðna var stórfjölgað í sumar og fleirum en áður var þannig gefinn kostur á að rækta garðinn sinn. Garðyrkjustjóra og starfsfólki hans eru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og góða þjónustu í görðunum í sumar.

). Ég skýrði af hverju öll rök hníga að því að Orkuveitan selji hlut sinn í HS. Í fyrsta lagi hafa samkeppnisyfirvöld úrskurðað að OR megi ekki eiga meira en 10% í HS og hefur OR fengið frest til áramóta til að lækka hlut sinn í samræmi við það. Að sjálfsögðu kemur ekki annað til greina en OR fari eftir úrskurði samkeppnisyfirvalda, verði það ekki gert gæti OR verið dæmd til greiðslu sekta auk þess sem fyrirtækið yrði fyrir álitshnekki ef það hundsaði úrskurðinn. Í annan stað er ljóst að ,,praktískar” forsendur OR fyrir kaupum á hlutabréfum í HS eru brostnar og því engin ástæða fyrir OR að vera með bundið fé í fyrirtæki, sem tengist ekki megintilgangi þess með beinum hætti.
Fyrir tveimur árum lögðust borgarfulltrúar VG, gegn því að Orkuveitan keypti hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Nú leggjast borgarfulltrúar VG gegn því að sami hlutur verði seldur frá OR. Í þættinum benti ég á að söluferlið hefði verið opið og að ríkisstjórninni væri, eins og öðrum, frjálst að bjóða í hlutinn ef hún teldi mikilvægt að hann yrði ekki seldur til einkaaðila. Þáttastjórnendur gripu þetta á lofti og spurðu Þorleif hvort hann myndi ekki beita sér í málinu gagnvart flokksbræðrum sínum í ríkisstjórn. Hann sagðist myndu gera það og veit ég ekki betur en að síðar um daginn hafi hjólin farið að snúast hvað það varðar.
Fróðleg Pisa ráðstefna
Eftir þáttinn sótti ég norrænu Pisa-ráðstefnuna á Grand hóteli. Ástæða er til að hrósa aðstandendum fyrir þarft framtak og þakka þeim fyrir vel heppnaða ráðstefnu þar sem lagðar voru fram afar mikilvægar upplýsingar um stöðu menntamála á Norðurlöndum. Þessar upplýsingar eru gott framlag til opinskárra umræðna, sem þurfa að eiga sér stað um íslenskt menntakerfi og hvernig eigi að bæta það.
Ný vatnsrennibraut opnuð
Ánægjulegt var að opna nýja vatnsrennibraut í Laugardalslaug síðdegis með því að klippa á borða um leið og vatninu var hleypt á og kátir krakkar renndu sér út í laugina með ósvikinni gleði. Rennibrautin er 80 metra löng, lokuð alla leið með ljósastýringu. Gamla rennibrautin var lengi vel hin eina í Reykjavík og hafði mikið aðdráttarafl fyrir yngstu kynslóðina. Eftir að gamla laugin eyðilagðist í fyrrasumar, hafa margir beðið þess með óþreyju að hin nýja kæmi og sá draumur rættist í dag.
Bókasafn Þórðar Björnssonar varðveitt í Borgarskjalasafni
Klukkan þrjú var ég viðstaddur athöfn í Borgarskjalasafni Reykjavíkur þar sem Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar, afhenti safninu stórmerkilegt bókasafn Þórðar til varðveislu.
Þórður var bæjarfulltrúi í Reykjavík í þrjú kjörtímabil, 1950-62. Lengstan hluta starfsævinnar eða 33 ár, vann hann hjá Sakadómi Reykjavíkur, fyrst sem fulltrúi, síðan sem sakadómari og loks sem yfirsakadómari áður en hann var skipaður ríkissaksóknari. Þórður vann því mikið starf í þágu Reykvíkinga og varði drjúgum hluta launa sinna og frítíma til bókasöfnunar, sem hann vildi að Reykjavíkurborg eignaðist eftir sinn dag.
Þórður sérhæfði sig í söfnun bóka, sem tengdust Reykjavík og Íslandi og er safnið eitt merkasta, ef ekki merkasta bókasafn landsins með ferðalýsingum útlendinga um Reykjavík frá 18. og 19. öld. Alls eru 2.150 bækur eftir erlenda höfunda í safninu, sem fjalla allar um Ísland og þar með Reykjavík. Í safninu eru einnig átján gömul kort af Íslandi auk úrklippusafns úr erlendum blöðum þar sem fjallað er um málefni Íslands.
Guðfinna hefur tölvuskráð allt safnið eftir andlát Þórðar, merkt hverja bók með bókamerki í nafni Þórðar og prentað bókaskrá með formála eftir Braga Kristjónsson fornbókasala.
Það voru einmitt þeir fornbóka-feðgar, Bragi og Ari Gísli, sem höfðu samband við mig árið 2007 til að kanna hug Reykjavíkurborgar til að taka við bókasafni Þórðar til varðveislu en ég var þá formaður menningar- og ferðamálaráðs. Eftir að hafa heimsótt frú Guðfinnu í október 2007 og skoðað safnið ásamt Jóhannesi Bárðarsyni, fulltrúa framsóknarmanna í ráðinu, vorum við Jóhannes sammála um að mikilvægt væri að tryggja varðveislu safnsins og tryggja fræðimönnum og grúskurum framtíðarinnar aðgang að því. Skömmu síðar lét ég af starfi formanns menningar- og ferðamálaráðs en reyndi þó að þoka málinu áfram eftir mætti. Það var því afar ánægjulegt fyrir mig að vera viðstaddur hátíðlega athöfn í Borgarskjalasafninu þegar frú Guðfinna afhenti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra safnið með formlegum hætti. Við sama tilefni var opnuð sýning á hluta bókasafns Þórðar ásamt ýmsum skjölum. Sýningin verður opin í einn mánuð og er í senn fróðleg og skemmtileg.
Fjölmennt borgarskákmót
Síðdegis setti ég 24. borgarskákmótið í Ráðhúsinu og lék fyrsta leikinn. Reykjavíkurfélögin Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir mótshaldinu en það var fyrst haldið 18. ágúst 1986 í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Vel var staðið að mótinu og skemmtilegt að fylgjast með því. Rúmlega áttatíu manns voru skráðir til keppni, sem er betri þátttaka en mörg undanfarin ár. Mótið styrkti þá tilfinningu mína að áhugi á skák fari vaxandi og Reykjavík færist nær því takmarki að verða skákhöfuðborg heimsins.
Vel heppnuð íbúahátíð í Vesturbæ
Undir kvöld sótti ég fjölmenna íbúahátíð í Vesturbænum, á leiksvæðinu milli Tómasarhaga, Grímshaga, Suðurgötu og Lynghaga. Var þar m.a. kynnt þriggja ára þróunarverkefni, sem felur m.a. í sér aukna þátttöku og ábyrgð íbúa vegna umsjónar leikvallarins við Lynghaga. Hverfisráð Vesturbæjar, Vináttufélagið Grímur og umhverfisráð Reykjavíkurborgar stóðu að hátíðinni sem fór hið besta fram.
Góð uppskera í skólagörðum
Í hádeginu og um kvöldið fór ég í skólagarðana í Litla Skerjafirði og hjálpaði Snæfríði dóttur minni að taka upp kartöflur, kál og fleira góðgæti, sem hún hefur ræktað þar í sumar. Frábært er að sjá hvernig skólagarðar borgarinnar hafa blómstrað í sumar og þar hefur fengist góð uppskera í margvíslegum skilningi. Afar margt jákvætt felst í því að gefa börnunum tækifæri til að rækta grænmeti og plöntur, sem hlúa þarf að svo vel fari. Í lokin njóta þau ávaxta erfiðisins og stór hluti ánægjunnar er að fara heim með uppskeruna og færa björg í bú. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs, á heiður skilinn fyrir að hafa beitt sér fyrir því að skólagörðum fyrir börn og matjurtagörðum fyrir fullorðna var stórfjölgað í sumar og fleirum en áður var þannig gefinn kostur á að rækta garðinn sinn. Garðyrkjustjóra og starfsfólki hans eru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og góða þjónustu í görðunum í suma

Óviðunandi IceSave samningur

Óviðunandi IceSave samningur
Miklar umræður hafa að undanförnu verið um þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að hneppa þjóðina í skuldaánauð vegna IceSave innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi. Margir hafa orðið til þess að benda á að óviðunandi sé að íslenska ríkið greiði kröfu upp á mörg hundruð milljarða, sem mikill vafi leiki á að það eigi að greiða samkvæmt lögum. Einnig ríkir óvissa um getu íslenska ríkisins til að greiða fjögurra milljarða evra IceSave skuldir með kúluláni á 5,5% vöxtum. Flestir óháðir sérfræðingar, sem hafa skoðað IceSave málið í heild eða einstakar hliðar þess, eru þeirrar skoðunar að hin ,,glæsilegu” samningsdrög vinstri stjórnarinnar við Breta og Hollendinga séu ótæk og megi ekki samþykkja óbreytt.
Varnaðarorð Evu Joly
Um síðustu helgi blandaði Eva Joly, Evrópuþingmaður og ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, sér í umræðurnar og benti á galla IceSave samningsins í dagblöðum í fjórum löndum. Erfitt er fyrir Jóhönnu, Steingrím og aðra ráðherra að gera lítið úr málflutningi hennar, eins mikið og þeir hafa gert úr hæfileikum hennar og ráðgjöf í málefnum tengdum bankahruninu og þeim efnahagserfiðleikum sem Íslendingar glíma nú við.
Eva Joly kemst að svipaðri niðurstöðu og ýmsir þeir Íslendingar, sem hvað mest hafa varað við þeim afarkostum sem ríkisstjórnin virðist vera reiðubúin að samþykkja. Hún bendir á að málið snúist um að lítil þjóð axli margra milljarða evra skuldabyrði, sem langstærstur hluti hennar beri nákvæmlega enga ábyrgð á og ráði alls ekki við að greiða. Bretar og Hollendingar neiti að viðurkenna ábyrgð sína í málinu en beiti Íslendinga þess í stað hneykslanlegum þvingunaraðgerðum. Fullyrðir Joly að Íslendingar muni ekki geta staðið undir umræddum ábyrgðum, sem ríkisstjórnin leggur nú allt kapp á að fá samþykktar.
Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið
Nýútkomin skýrsla Hagfræðistofnunar Íslands rennir einnig stoðum undir þann málflutning að Alþingi beri að hafna IceSave samkomulaginu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að í álitum fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans er ekki tekið tillit til þess að stóraukin skuldabyrði þjóðarinnar vegna IceSave hefði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á lífskjör í landinu.
Þetta dæmi er aðeins enn ein staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur reynst gersamlega óhæf til að vinna úr IceSave deilunni og leysa hana farsællega í þágu þjóðarinnar. Í fyrsta lagi var horfið frá því að láta reyna á ábyrgð Íslendinga í málinu fyrir réttum dómstólum. Illa var haldið á samningum fyrir hönd Íslands og Bretar og Hollendingar náðu fram öllum helstu markmiðum sínum. Kynningu á málstað Íslendinga hefur verið klúðrað, m.a. með því að forsætisráðherra hefur látið gullin tækifæri til funda með erlendum forsetum og forsætisráðherrum fram hjá sér fara. Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin skellt skollaeyrum við umsögnum margra virtustu lögfræðinga landsins um málið en þeir hafa varað Alþingi eindregið við að samþykkja IceSave ánauðina með þeim hætti sem ríkisstjórnin hugsar sér.
Icesave
Hollenskur sparigrís.

Miklar umræður hafa að undanförnu verið um þá fyrirætlan ríkisstjórnarinnar að hneppa þjóðina í skuldaánauð vegna IceSave innlánsreikninga í Bretlandi og Hollandi. Margir hafa orðið til þess að benda á að óviðunandi sé að íslenska ríkið greiði kröfu upp á mörg hundruð milljarða, sem mikill vafi leiki á að það eigi að greiða samkvæmt lögum. Einnig ríkir óvissa um getu íslenska ríkisins til að greiða fjögurra milljarða evra IceSave skuldir með kúluláni á 5,5% vöxtum. Flestir óháðir sérfræðingar, sem hafa skoðað IceSave málið í heild eða einstakar hliðar þess, eru þeirrar skoðunar að hin ,,glæsilegu” samningsdrög vinstri stjórnarinnar við Breta og Hollendinga séu ótæk og megi ekki samþykkja óbreytt.

Varnaðarorð Evu Joly

Um síðustu helgi blandaði Eva Joly, Evrópuþingmaður og ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins, sér í umræðurnar og benti á galla IceSave samningsins í dagblöðum í fjórum löndum. Erfitt er fyrir Jóhönnu, Steingrím og aðra ráðherra að gera lítið úr málflutningi hennar, eins mikið og þeir hafa gert úr hæfileikum hennar og ráðgjöf í málefnum tengdum bankahruninu og þeim efnahagserfiðleikum sem Íslendingar glíma nú við.

Eva Joly kemst að svipaðri niðurstöðu og ýmsir þeir Íslendingar, sem hvað mest hafa varað við þeim afarkostum sem ríkisstjórnin virðist vera reiðubúin að samþykkja. Hún bendir á að málið snúist um að lítil þjóð axli margra milljarða evra skuldabyrði, sem langstærstur hluti hennar beri nákvæmlega enga ábyrgð á og ráði alls ekki við að greiða. Bretar og Hollendingar neiti að viðurkenna ábyrgð sína í málinu en beiti Íslendinga þess í stað hneykslanlegum þvingunaraðgerðum. Fullyrðir Joly að Íslendingar muni ekki geta staðið undir umræddum ábyrgðum, sem ríkisstjórnin leggur nú allt kapp á að fá samþykktar.

Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið

Nýútkomin skýrsla Hagfræðistofnunar Íslands rennir einnig stoðum undir þann málflutning að Alþingi beri að hafna IceSave samkomulaginu. Í skýrslunni kemur m.a. fram að í álitum fjármálaráðuneytisins og Seðlabankans er ekki tekið tillit til þess að stóraukin skuldabyrði þjóðarinnar vegna IceSave hefði óhjákvæmilega neikvæð áhrif á lífskjör í landinu.

Þetta dæmi er aðeins enn ein staðfesting á því að ríkisstjórnin hefur reynst gersamlega óhæf til að vinna úr IceSave deilunni og leysa hana farsællega í þágu þjóðarinnar. Í fyrsta lagi var horfið frá því að láta reyna á ábyrgð Íslendinga í málinu fyrir réttum dómstólum. Illa var haldið á samningum fyrir hönd Íslands og Bretar og Hollendingar náðu fram öllum helstu markmiðum sínum. Kynningu á málstað Íslendinga hefur verið klúðrað, m.a. með því að forsætisráðherra hefur látið gullin tækifæri til funda með erlendum forsetum og forsætisráðherrum fram hjá sér fara. Síðast en ekki síst hefur ríkisstjórnin skellt skollaeyrum við umsögnum margra virtustu lögfræðinga landsins um málið en þeir hafa varað Alþingi eindregið við að samþykkja IceSave ánauðina með þeim hætti sem ríkisstjórnin hugsar sér.

(Grein þessi birtist í Viðskiptablaðinu hinn 6.8.2009.)

Góða umferðarhelgi!

Mikil umferð hefur verið um þjóðvegi landsins í sumar enda kjósa margir að ferðast innanlands vegna versnandi efnahags. Við upphaf mestu umferðarhelgi ársins er, í varnaðarskyni, rétt að minna á helstu orsakir banaslysa. Hver og einn getur farið yfir þessi atriði og metið með sjálfum sér hvort hann þurfi að breyta aksturslagi sínu. Auk banaslysa, valda eftirfarandi þættir fjölda annarra slysa og miklu eignatjóni í umferðinni:

 • Hraðakstur.
 • Bílbelti ekki notað.
 • Ölvunarakstur.
 • Svefn og þreyta.
 • Reynsluleysi ökumanns.
 • Forgangur ekki virtur.
 • Vegur og umhverfi.

Orsakir banaslysa tengjast oftast ákveðinni áhættuhegðun ökumanns eða mannlegum mistökum hans. Samkvæmt ársskýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa hefur banaslysum í umferðinni fækkað verulega á síðastliðnum árum ef slysaárið 2006 er undanskilið. Síðastliðin fimm ár (2004-2008) fórust 100 manns í umferðarslysum á Íslandi en 129 manns á árunum fimm þar á undan (1999-2003).

Þrátt fyrir að umferðarslysum hafi fækkað verulega frá árinu 2006, hefur alvarlegum umferðarslysum því miður fjölgað. Í slysaskrá Umferðarstofu eru128 umferðarslys skráð með miklum meiðslum árið 2006 en 164 árið 2008. Bifhjólaslysum og framan-árekstrum bifreiða fjölgaði mest.

Bílbeltin bjarga mannslífum

Rannsóknarnefndin telur líklegt að á árunum 1998-2008 hefðu 43 ökumenn og farþegar lifað af slys, hefðu þeir verið svo forsjálir að nota bílbelti. Í mörgum tilvikum kastast fólk út úr ökutækjum eftir veltur og bíður bana eða stórslasast vegna höfuðáverka, sem hljótast af harðri lendingu við jörð eða þegar ökutækið veltur yfir það. Þau dæmi eru sorglega mörg þar sem sjálf bílgrindin og farþegarýmið þola áreksturinn en fólk lætur lífið þar sem bílbelti voru ekki spennt. Afar mikilvægt er að bílbelti séu bæði notuð af ökumanni og öllum farþegum hvort sem þeir sitja í fram- eða aftursæti.

Varhugaverðir malarvegir

Aldrei er nægilega brýnt fyrir vegfarendum að sýna sérstaka varúð þegar ekið er eftir malarvegum, einkum þegar komið er inn á slíka vegarkafla af malbiki. Á slíkum vegum er enn mikilvægara en ella að hægt sé á bifreiðum þegar þær mætast vegna grjótkasts og rykmengunar. Af sömu ástæðu er mjög mikilvægt að menn hægi verulega á sér þegar ekið er framhjá gangandi eða hjólandi vegfarendum á malarvegum.

Um leið og hvatt er til aðgæslu í umferðinni minni ég á ellefu hundruð ára gamalt spakmæli Skallagríms Kveldúlfssonar, sem enn er í fullu gildi: „Gott er heilum vagni heim að aka.“

(Grein þessi birtist í Fréttablaðinu, 30.vii.2009.)