Verkefnin framundan

Við þær aðstæður þegar fjármál landsins eru í uppnámi, fólksflótti er staðreynd og ríkisstjórnin svo gagnslaus að hún heldur ekki á lofti réttmætum málstað þjóðarinnar, hefur aldrei verið mikilvægara að Reykjavík blómstri og skapi þegnum sínum lífvænleg og eftirsóknarverð skilyrði. Það er á ábyrgð borgarstjórnar að Reykjavík hafi betur í þeirri alþjóðlegu samkeppni, sem á sér stað um fólk, ekki síst vel menntað og sérhæft vinnuafl, sem á nú auðvelt með að fá vinnu erlendis á betri kjörum en bjóðast hér heima.

Hófstilltar álögur

Ísland hefur á undanförnum áratugum smám saman verið að taka á sig mynd borgríkis. Líklegt er að sú þróun haldi áfram þrátt fyrir tímabundið bakslag á næstunni. Það er framsýnnar borgarstjórnar að tryggja að Reykjavík verði áfram eftirsóknarverðasti staður til búsetu á Íslandi. Til þess þarf að veita borgurunum úrvalsþjónustu, ákjósanleg skilyrði fyrir atvinnulíf og stilla álögum í hóf.

Festa og áræði

Borgarstjórn hefur tekist á við kreppuna af festu en núverandi ríkisstjórn hefur verið að hugsa sig um í heilt ár. Tryggasta leiðin til að sú lausung, sem ríkir á vettvangi landsmálanna, smitist ekki yfir á borgarmálin, er að Sjálfstæðisflokkurinn fái meirihluta í borgarstjórnarkosningum í vor undir forystu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.

Forgangsverkefni

Þær hagræðingaraðgerðir, sem ráðist hefur verið í hjá borginni hafa nú þegar skilað miklum árangri. Áfram verður að gæta aðhalds og auka skilvirkni í rekstri en tryggja um leið gæði þjónustunnar. M.a. þarf að taka stjórnkerfi borgarinnar í gegn sem er of dýrt og þungt í vöfum. Þá þarf áfram að forgangsraða í þágu barna, ungmenna og eldri borgara. Standa þarf vörð um grunnþjónustu, ekki síst þá þjónustu, sem veitt er úti í hverfunum, t.d. í skólum, íþróttamannvirkjum og félagsmiðstöðvum eldri borgara. Næstu ár munu ekki snúast um tugmilljarða króna hugmyndir heldur hvernig borgin tekst á við efnahagsvandann og hvaða lífsskilyrði okkur tekst að búa afkomendum okkar til framtíðar.

Greinin birtist í Morgunblaðinu hinn 23.i.2010.

Samgöngur í Reykjavík

Ríkið mun verja 18,5 milljörðum króna til samgönguverkefna á þessu ári, þar af um níu milljörðum til nýrra verkefna. Flestar stofnbrautir í Reykjavík eru á hendi ríkisins þar sem þær eru þjóðvegir. Undirritaður hefur oft bent á að aðeins lítill hluti vegafjár rennur til brýnna verkefna á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir að á því svæði sé umferðin langmest. Þá hef ég gagnrýnt að umferðaröryggi sé ekki nægilega haft til hliðsjónar þegar vegafé er forgangsraðað en það ætti að liggja til grundvallar fjárveitingunum.

Vegrið auka umferðaröryggi

Vegrið milli akreina hafa sannað gildi sitt sem ódýr en mikilvægur öryggisbúnaður stofnbrauta. Því miður er Ísland eftirbátur margra annarra landa að þessu leyti. Á höfuðborgarsvæðinu, þar sem umferðin er mest er óviðunandi að enn megi finna langa kafla við stofnbrautir án vegriðs. Í kjölfar tillögu undirritaðs var vegrið sett upp á hættulegum kafla í Ártúnsbrekku fyrir nokkrum árum og var það ekki lengi að sanna sig. En betur má ef duga skal og skora ég á samgönguráðherra að gangast fyrir átaki í uppsetningu vegriða við stofnbrautir á höfuðborgarsvæðinu.

Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar

Um 80 þúsund bifreiðar fara nú dag um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Árlega slasast tugir manna í umferðarslysum á þessum gatnamótum og samanlagður kostnaður vegna þeirra nemur hundruðum milljóna króna. Reykvíkingar eiga að gera skýlausa kröfu til þess að vegafé landsmanna verði ráðstafað með eðlilegum hætti svo hægt sé að fjármagna brýn samgönguverkefni í Reykjavík. Margt mælir með því að mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar verði þar efst á blaði.

  • Minni slysahætta. Talið er að vel hönnuð mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringumýrarbrautar myndu fækka tjónum þar um a.m.k. 70%.
  • Greiðari umferð vegna stóraukinnar afkastagetu gatnamótanna.
  • Minni mengun. Umferðartafir auka útblástursmengun.
  • Minni umferð um íbúðarhverfi vegna aukinnar afkastagetu gatnamótanna.

Grein þessi birtist í Morgunblaðinu hinn 21.i.2010.

Miðstöð stuðningsmanna opnuð í dag

Boðskort á opnun prófkjörsmiðstöðvar

Í dag klukkan 14.00 verður opnuð miðstöð stuðningsmanna minna í komandi prófkjöri okkar sjálfstæðismanna í borginni. Hún er til húsa að Ármúla 18 og vona ég að sem flestir komi milli kl. 14.00 og 16.00 til þess að þiggja kaffiveitingar og skrafa um stjórnmálaviðhorfið. Það er víst um nóg að ræða í þeim efnum, en borgarmálin verða auðvitað í forgrunni hjá okkur í dag.

Nýju ári heilsað með hressandi sjósundi

Sjó›sund og heitur pottur íŒ Nauthó›lsvíŒk

Ég var í hópi þeirra sem heilsuðu nýju ári með hressandi sjósundi í Nauthólsvík í morgun. Áður hef ég nokkrum sinnum tekið sundtökin í íslenskum fjallavötnum eða í sjónum við Ísland að sumarlagi og fundist nóg um kuldann þótt sundið hafi vissulega verið afar hressandi. Ég kveið því svolítið fyrir því að kasta mér til sunds í Nauthólsvík að morgni nýársdags, ekki síst þegar mér var tjáð að sjávarhitinn væri -1,7°C. Þegar út í var komið, fannst mér tilfinningin vera svipuð og að stinga sér í sjóinn að sumarlagi þótt sjórinn hafi auðvitað verið mun kaldari nú. Ef til vill sótti ég styrk í þá vitneskju að strax að loknu sundi, biði mín heitur pottur við þjónustumiðstöð Ylstrandarinnar í Nauthólsvík.

Heiti potturinn á ylströndinni í Nauthólsvík var unaðslegur eftir kulsamt sjósundið.

Að loknu nýárssundi sat ég fjölmennan stofnfund Sjósund- og sjóbaðfélags Reykjavíkur í veitingastaðnum Rúbín í Öskjuhlíð. Aðalmarkmið félagsins er að efla og stuðla að betri aðstöðu til sjósunds og sjóbaða í Nauthólsvík. Benedikt Hjartarson sundkappi er fyrsti formaður félagsins og Árni Þór Árnason varaformaður.

Gagnlegar umræður urðu á stofnfundinum um hagsmunamál félagsins og var þar ýmsum ábendingum komið á framfæri um bætta aðstöðu sem og hugmyndum um framtíðarþróun svæðisins. Í ávarpi fagnaði ég stofnun félagsins og flutti því góðar óskir frá Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur, sem sér um rekstur Ylstrandarinnar og þjónustumiðstöðvarinnar þar. Greindi ég frá því að hugmyndir þær, sem komu fram á fundinum, yrðu teknar til umfjöllunar á vettvangi Íþrótta- og tómstundaráðs.

40% fjölgun þátttakenda milli ára í Gamlárshlaupi ÍR

Gamlárshlaup ͕R

Metþátttaka var í Gamlárshlaupi Íþróttafélags Reykjavíkur þegar 937 þátttakendur þreyttu hlaupið, samanborið við 670 þátttakendur í fyrra. Um er að ræða 40% fjölgun þátttakenda í Gamlárshlaupinu á millli ára. Þessi aukning er fagnaðarefni og er góður vitnisburður um metnaðarfullt starf ÍR-inga, sem og raunar annarra íþróttafélaga í Reykjavík þar sem stundaðar eru frjálsar íþróttir og/eða hvatt til hlaupa með ýmsum hætti. Ég tel að einnig megi skýra þessa fjölgun með almennri heilsuvakningu, sem á sér nú stað meðal almennings, og kemur m.a. fram í stóraukinni ásókn og notkun á íþróttamannvirkjum Reykjavíkurborgar.

Í Gamlárshlaupinu er farinn 10 kílómetra hringur um Miðbæinn, út á Seltjarnarnes og síðan um Vesturbæinn og komið er í mark við Ráðhús Reykjavíkur. Veður var gott að þessu sinni, nokkuð kalt en stillt. Það er oft galsi í þátttakendum í Gamlárshlaupinu og æ fleiri hlaupa í litskrúðugum búningum og gera hlaupið þannig skemmtilegra. Við endamarkið ríkir góð stemmning enda eru allir ánægðir með að hafa drifið sig í hlaupið. Sumir e.t.v. hissa á því hvað þeir eru þungir á sér eftir stórveislurnar og heita því þá um leið að koma sér í enn betra form á komandi ári.

Gamlárshlaupið, sem nú var þreytt í 34. sinn, er íþróttaviðburður sem einkennist af hæfilegri blöndu af gleði, áreynslu við hæfi hvers og eins og heilbrigðri keppni. Ég þakka ÍR-ingum fyrir að auðga borgarlífið með því að standa árlega fyrir þessu skemmtilega og vel skipulagða hlaupi.

Útihátíð í Vesturbæjarlaug

Velunnarar Vesturbæjarlaugar hafa í sumar staðið fyrir fjársöfnun í því skyni að kaupa fiskabúr og setja það upp í anddyri laugarinnar, á svipuðum stað og gamla fiskabúrið var. Ég man vel eftir gamla búrinu en það var árum saman gleðigjafi sundlaugargesta, ekki síst af yngri kynslóðinni, allt þar til það var tekið í tengslum við andlitslyftingu á anddyrinu um miðjan níunda áratuginn. Framtak sundlaugarvinanna er lofsvert og hefur verið vel tekið af formanni íþrótta- og tómstundaráðs, sem hér slær auðmjúklega á lyklaborð.

Í dag stóðu aðstandendur söfnunarinnar fyrir útihátíð í samvinnu við Vesturbæjarlaug. Sundlaugarbakkinn var nýtur sem afbragðs hljómsveitarpallur þar sem frábærir listamenn spiluðu fyrir gesti og gangandi, og að sjálfsögðu syndandi. Leiktæki voru til staðar fyrir börnin og í boði var ís og annað góðgæti. Í stuttu máli sagt: Allir glaðir í góðu veðri. Hafi sundlaugarvinirnir bestu þakkir fyrir vel heppnaða útihátíð og fjársöfnun í þágu Vesturbæjarlaugar.
Oddný Áslaug skírð.

Skírn

Í dag fór fram skírnarathöfn heima á Hávallagötunni þar sem dóttur okkar Guðbjargar, sem fæddist hinn 15. júní sl., var gefið nafnið Oddný Áslaug. Hér erum við foreldrarnir ásamt barninu og prestinum, sr. Sigurði Grétari Helgasyni.

223 ár síðan Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi

Í bítið var ég í morgunþætti Bylgjunnar hjá þeim Kolbrúnu Björnsdóttur og Heimi Karlssyni og ræddi ásamt Þorleifi Gunnlaugssyni borgarfulltrúa um tilboð Magma Energy í hluti Orkuveitu Reykjavíkur og Hafnarfjarðarbæjar í Hitaveitu Suðurnesja (HS). Ég skýrði af hverju öll rök hníga að því að Orkuveitan selji hlut sinn í HS. Í fyrsta lagi hafa samkeppnisyfirvöld úrskurðað að OR megi ekki eiga meira en 10% í HS og hefur OR fengið frest til áramóta til að lækka hlut sinn í samræmi við það. Að sjálfsögðu kemur ekki annað til greina en OR fari eftir úrskurði samkeppnisyfirvalda, verði það ekki gert gæti OR verið dæmd til greiðslu sekta auk þess sem fyrirtækið yrði fyrir álitshnekki ef það hundsaði úrskurðinn. Í annan stað er ljóst að ,,praktískar” forsendur OR fyrir kaupum á hlutabréfum í HS eru brostnar og því engin ástæða fyrir OR að vera með bundið fé í fyrirtæki, sem tengist ekki megintilgangi þess með beinum hætti.

Fyrir tveimur árum lögðust borgarfulltrúar VG, gegn því að Orkuveitan keypti hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Nú leggjast borgarfulltrúar VG gegn því að sami hlutur verði seldur frá OR. Í þættinum benti ég á að söluferlið hefði verið opið og að ríkisstjórninni væri, eins og öðrum, frjálst að bjóða í hlutinn ef hún teldi mikilvægt að hann yrði ekki seldur til einkaaðila. Þáttastjórnendur gripu þetta á lofti og spurðu Þorleif hvort hann myndi ekki beita sér í málinu gagnvart flokksbræðrum sínum í ríkisstjórn. Hann sagðist myndu gera það og veit ég ekki betur en að síðar um daginn hafi hjólin farið að snúast hvað það varðar.

Fróðleg Pisa ráðstefna

Eftir þáttinn sótti ég norrænu Pisa-ráðstefnuna á Grand hóteli. Ástæða er til að hrósa aðstandendum fyrir þarft framtak og þakka þeim fyrir vel heppnaða ráðstefnu þar sem lagðar voru fram afar mikilvægar upplýsingar um stöðu menntamála á Norðurlöndum. Þessar upplýsingar eru gott framlag til opinskárra umræðna, sem þurfa að eiga sér stað um íslenskt menntakerfi og hvernig eigi að bæta það.

Ný vatnsrennibraut opnuð

Ánægjulegt var að opna nýja vatnsrennibraut í Laugardalslaug síðdegis með því að klippa á borða um leið og vatninu var hleypt á og kátir krakkar renndu sér út í laugina með ósvikinni gleði. Rennibrautin er 80 metra löng, lokuð alla leið með ljósastýringu. Gamla rennibrautin var lengi vel hin eina í Reykjavík og hafði mikið aðdráttarafl fyrir yngstu kynslóðina. Eftir að gamla laugin eyðilagðist í fyrrasumar, hafa margir beðið þess með óþreyju að hin nýja kæmi og sá draumur rættist í dag.

Bókasafn Þórðar Björnssonar varðveitt í Borgarskjalasafni

Klukkan þrjú var ég viðstaddur athöfn í Borgarskjalasafni Reykjavíkur þar sem Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar, afhenti safninu stórmerkilegt bókasafn Þórðar til varðveislu.

Þórður var bæjarfulltrúi í Reykjavík í þrjú kjörtímabil, 1950-62. Lengstan hluta starfsævinnar eða 33 ár, vann hann hjá Sakadómi Reykjavíkur, fyrst sem fulltrúi, síðan sem sakadómari og loks sem yfirsakadómari áður en hann var skipaður ríkissaksóknari. Þórður vann því mikið starf í þágu Reykvíkinga og varði drjúgum hluta launa sinna og frítíma til bókasöfnunar, sem hann vildi að Reykjavíkurborg eignaðist eftir sinn dag.

Þórður sérhæfði sig í söfnun bóka, sem tengdust Reykjavík og Íslandi og er safnið eitt merkasta, ef ekki merkasta bókasafn landsins með ferðalýsingum útlendinga um Reykjavík frá 18. og 19. öld. Alls eru 2.150 bækur eftir erlenda höfunda í safninu, sem fjalla allar um Ísland og þar með Reykjavík. Í safninu eru einnig átján gömul kort af Íslandi auk úrklippusafns úr erlendum blöðum þar sem fjallað er um málefni Íslands.

Guðfinna hefur tölvuskráð allt safnið eftir andlát Þórðar, merkt hverja bók með bókamerki í nafni Þórðar og prentað bókaskrá með formála eftir Braga Kristjónsson fornbókasala.

Það voru einmitt þeir fornbóka-feðgar, Bragi og Ari Gísli, sem höfðu samband við mig árið 2007 til að kanna hug Reykjavíkurborgar til að taka við bókasafni Þórðar til varðveislu en ég var þá formaður menningar- og ferðamálaráðs. Eftir að hafa heimsótt frú Guðfinnu í október 2007 og skoðað safnið ásamt Jóhannesi Bárðarsyni, fulltrúa framsóknarmanna í ráðinu, vorum við Jóhannes sammála um að mikilvægt væri að tryggja varðveislu safnsins og tryggja fræðimönnum og grúskurum framtíðarinnar aðgang að því. Skömmu síðar lét ég af starfi formanns menningar- og ferðamálaráðs en reyndi þó að þoka málinu áfram eftir mætti. Það var því afar ánægjulegt fyrir mig að vera viðstaddur hátíðlega athöfn í Borgarskjalasafninu þegar frú Guðfinna afhenti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra safnið með formlegum hætti. Við sama tilefni var opnuð sýning á hluta bókasafns Þórðar ásamt ýmsum skjölum. Sýningin verður opin í einn mánuð og er í senn fróðleg og skemmtileg.

Fjölmennt borgarskákmót

Síðdegis setti ég 24. borgarskákmótið í Ráðhúsinu og lék fyrsta leikinn. Reykjavíkurfélögin Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir mótshaldinu en það var fyrst haldið 18. ágúst 1986 í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Vel var staðið að mótinu og skemmtilegt að fylgjast með því. Rúmlega áttatíu manns voru skráðir til keppni, sem er betri þátttaka en mörg undanfarin ár. Mótið styrkti þá tilfinningu mína að áhugi á skák fari vaxandi og Reykjavík færist nær því takmarki að verða skákhöfuðborg heimsins.

Vel heppnuð íbúahátíð í Vesturbæ

Undir kvöld sótti ég fjölmenna íbúahátíð í Vesturbænum, á leiksvæðinu milli Tómasarhaga, Grímshaga, Suðurgötu og Lynghaga. Var þar m.a. kynnt þriggja ára þróunarverkefni, sem felur m.a. í sér aukna þátttöku og ábyrgð íbúa vegna umsjónar leikvallarins við Lynghaga. Hverfisráð Vesturbæjar, Vináttufélagið Grímur og umhverfisráð Reykjavíkurborgar stóðu að hátíðinni sem fór hið besta fram.

Góð uppskera í skólagörðum

Í hádeginu og um kvöldið fór ég í skólagarðana í Litla Skerjafirði og hjálpaði Snæfríði dóttur minni að taka upp kartöflur, kál og fleira góðgæti, sem hún hefur ræktað þar í sumar. Frábært er að sjá hvernig skólagarðar borgarinnar hafa blómstrað í sumar og þar hefur fengist góð uppskera í margvíslegum skilningi. Afar margt jákvætt felst í því að gefa börnunum tækifæri til að rækta grænmeti og plöntur, sem hlúa þarf að svo vel fari. Í lokin njóta þau ávaxta erfiðisins og stór hluti ánægjunnar er að fara heim með uppskeruna og færa björg í bú. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs, á heiður skilinn fyrir að hafa beitt sér fyrir því að skólagörðum fyrir börn og matjurtagörðum fyrir fullorðna var stórfjölgað í sumar og fleirum en áður var þannig gefinn kostur á að rækta garðinn sinn. Garðyrkjustjóra og starfsfólki hans eru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og góða þjónustu í görðunum í sumar.

). Ég skýrði af hverju öll rök hníga að því að Orkuveitan selji hlut sinn í HS. Í fyrsta lagi hafa samkeppnisyfirvöld úrskurðað að OR megi ekki eiga meira en 10% í HS og hefur OR fengið frest til áramóta til að lækka hlut sinn í samræmi við það. Að sjálfsögðu kemur ekki annað til greina en OR fari eftir úrskurði samkeppnisyfirvalda, verði það ekki gert gæti OR verið dæmd til greiðslu sekta auk þess sem fyrirtækið yrði fyrir álitshnekki ef það hundsaði úrskurðinn. Í annan stað er ljóst að ,,praktískar” forsendur OR fyrir kaupum á hlutabréfum í HS eru brostnar og því engin ástæða fyrir OR að vera með bundið fé í fyrirtæki, sem tengist ekki megintilgangi þess með beinum hætti.
Fyrir tveimur árum lögðust borgarfulltrúar VG, gegn því að Orkuveitan keypti hlut í Hitaveitu Suðurnesja. Nú leggjast borgarfulltrúar VG gegn því að sami hlutur verði seldur frá OR. Í þættinum benti ég á að söluferlið hefði verið opið og að ríkisstjórninni væri, eins og öðrum, frjálst að bjóða í hlutinn ef hún teldi mikilvægt að hann yrði ekki seldur til einkaaðila. Þáttastjórnendur gripu þetta á lofti og spurðu Þorleif hvort hann myndi ekki beita sér í málinu gagnvart flokksbræðrum sínum í ríkisstjórn. Hann sagðist myndu gera það og veit ég ekki betur en að síðar um daginn hafi hjólin farið að snúast hvað það varðar.
Fróðleg Pisa ráðstefna
Eftir þáttinn sótti ég norrænu Pisa-ráðstefnuna á Grand hóteli. Ástæða er til að hrósa aðstandendum fyrir þarft framtak og þakka þeim fyrir vel heppnaða ráðstefnu þar sem lagðar voru fram afar mikilvægar upplýsingar um stöðu menntamála á Norðurlöndum. Þessar upplýsingar eru gott framlag til opinskárra umræðna, sem þurfa að eiga sér stað um íslenskt menntakerfi og hvernig eigi að bæta það.
Ný vatnsrennibraut opnuð
Ánægjulegt var að opna nýja vatnsrennibraut í Laugardalslaug síðdegis með því að klippa á borða um leið og vatninu var hleypt á og kátir krakkar renndu sér út í laugina með ósvikinni gleði. Rennibrautin er 80 metra löng, lokuð alla leið með ljósastýringu. Gamla rennibrautin var lengi vel hin eina í Reykjavík og hafði mikið aðdráttarafl fyrir yngstu kynslóðina. Eftir að gamla laugin eyðilagðist í fyrrasumar, hafa margir beðið þess með óþreyju að hin nýja kæmi og sá draumur rættist í dag.
Bókasafn Þórðar Björnssonar varðveitt í Borgarskjalasafni
Klukkan þrjú var ég viðstaddur athöfn í Borgarskjalasafni Reykjavíkur þar sem Guðfinna Guðmundsdóttir, ekkja Þórðar Björnssonar, afhenti safninu stórmerkilegt bókasafn Þórðar til varðveislu.
Þórður var bæjarfulltrúi í Reykjavík í þrjú kjörtímabil, 1950-62. Lengstan hluta starfsævinnar eða 33 ár, vann hann hjá Sakadómi Reykjavíkur, fyrst sem fulltrúi, síðan sem sakadómari og loks sem yfirsakadómari áður en hann var skipaður ríkissaksóknari. Þórður vann því mikið starf í þágu Reykvíkinga og varði drjúgum hluta launa sinna og frítíma til bókasöfnunar, sem hann vildi að Reykjavíkurborg eignaðist eftir sinn dag.
Þórður sérhæfði sig í söfnun bóka, sem tengdust Reykjavík og Íslandi og er safnið eitt merkasta, ef ekki merkasta bókasafn landsins með ferðalýsingum útlendinga um Reykjavík frá 18. og 19. öld. Alls eru 2.150 bækur eftir erlenda höfunda í safninu, sem fjalla allar um Ísland og þar með Reykjavík. Í safninu eru einnig átján gömul kort af Íslandi auk úrklippusafns úr erlendum blöðum þar sem fjallað er um málefni Íslands.
Guðfinna hefur tölvuskráð allt safnið eftir andlát Þórðar, merkt hverja bók með bókamerki í nafni Þórðar og prentað bókaskrá með formála eftir Braga Kristjónsson fornbókasala.
Það voru einmitt þeir fornbóka-feðgar, Bragi og Ari Gísli, sem höfðu samband við mig árið 2007 til að kanna hug Reykjavíkurborgar til að taka við bókasafni Þórðar til varðveislu en ég var þá formaður menningar- og ferðamálaráðs. Eftir að hafa heimsótt frú Guðfinnu í október 2007 og skoðað safnið ásamt Jóhannesi Bárðarsyni, fulltrúa framsóknarmanna í ráðinu, vorum við Jóhannes sammála um að mikilvægt væri að tryggja varðveislu safnsins og tryggja fræðimönnum og grúskurum framtíðarinnar aðgang að því. Skömmu síðar lét ég af starfi formanns menningar- og ferðamálaráðs en reyndi þó að þoka málinu áfram eftir mætti. Það var því afar ánægjulegt fyrir mig að vera viðstaddur hátíðlega athöfn í Borgarskjalasafninu þegar frú Guðfinna afhenti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra safnið með formlegum hætti. Við sama tilefni var opnuð sýning á hluta bókasafns Þórðar ásamt ýmsum skjölum. Sýningin verður opin í einn mánuð og er í senn fróðleg og skemmtileg.
Fjölmennt borgarskákmót
Síðdegis setti ég 24. borgarskákmótið í Ráðhúsinu og lék fyrsta leikinn. Reykjavíkurfélögin Taflfélagið Hellir og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir mótshaldinu en það var fyrst haldið 18. ágúst 1986 í tilefni 200 ára afmælis Reykjavíkurborgar. Vel var staðið að mótinu og skemmtilegt að fylgjast með því. Rúmlega áttatíu manns voru skráðir til keppni, sem er betri þátttaka en mörg undanfarin ár. Mótið styrkti þá tilfinningu mína að áhugi á skák fari vaxandi og Reykjavík færist nær því takmarki að verða skákhöfuðborg heimsins.
Vel heppnuð íbúahátíð í Vesturbæ
Undir kvöld sótti ég fjölmenna íbúahátíð í Vesturbænum, á leiksvæðinu milli Tómasarhaga, Grímshaga, Suðurgötu og Lynghaga. Var þar m.a. kynnt þriggja ára þróunarverkefni, sem felur m.a. í sér aukna þátttöku og ábyrgð íbúa vegna umsjónar leikvallarins við Lynghaga. Hverfisráð Vesturbæjar, Vináttufélagið Grímur og umhverfisráð Reykjavíkurborgar stóðu að hátíðinni sem fór hið besta fram.
Góð uppskera í skólagörðum
Í hádeginu og um kvöldið fór ég í skólagarðana í Litla Skerjafirði og hjálpaði Snæfríði dóttur minni að taka upp kartöflur, kál og fleira góðgæti, sem hún hefur ræktað þar í sumar. Frábært er að sjá hvernig skólagarðar borgarinnar hafa blómstrað í sumar og þar hefur fengist góð uppskera í margvíslegum skilningi. Afar margt jákvætt felst í því að gefa börnunum tækifæri til að rækta grænmeti og plöntur, sem hlúa þarf að svo vel fari. Í lokin njóta þau ávaxta erfiðisins og stór hluti ánægjunnar er að fara heim með uppskeruna og færa björg í bú. Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs, á heiður skilinn fyrir að hafa beitt sér fyrir því að skólagörðum fyrir börn og matjurtagörðum fyrir fullorðna var stórfjölgað í sumar og fleirum en áður var þannig gefinn kostur á að rækta garðinn sinn. Garðyrkjustjóra og starfsfólki hans eru færðar bestu þakkir fyrir vel unnin störf og góða þjónustu í görðunum í suma

Glæsileg knattspyrnuhátíð í Reykjavík

Laugardalurinn iðaði af lífi og fjöri um síðustu helgi þegar ReyCup knattspyrnumótið fór þar fram í áttunda sinn. Mótið hefur orðið fjölmennara og glæsilegra með ári hverju og er nú orðið stærsta einstaka knattspyrnumót á Íslandi. Rúmlega 1.600 unglingar í 105 keppnisliðum tóku nú þátt í mótinu. Ánægjulegt er hve mörg lið utan Reykjavíkur tóku þátt í keppninni en metþátttaka var af landsbyggðinni auk liða frá Danmörku, Englandi og Færeyjum.

07 Vestur fagnar verðskulduðum sigri.
Sigri hrósað.

Mikilvægt er að íþróttafélög haldi úti þróttmiklu og metnaðarfullu starfi fyrir börn og unglinga þrátt fyrir versnandi efnahagsástand. Gaman hefur verið að fylgjast með velheppnuðum knattspyrnumótum víðs vegar um landið í sumar, t.d. á Akranesi, Akureyri, í Vestmannaeyjum og nú síðast í Reykjavík.

ReyCup er einn af hápunktum ársins hjá ungum knattspyrnuiðkendum í 3. og 4. flokki pilta og stúlkna eða á aldrinum 13-16 ára. Eftir því sem unglingarnir okkar fá fleiri tækifæri til að finna kröftum sínum viðnám í krefjandi keppni, er líklegra að það dragi úr brottfalli þessa aldurshóps úr íþróttum. Ungmennin takast á í heilbrigðri keppni og mynda ný vinatengsl. Samvinna, keppni, sigurgleði og vonbrigði blandast saman svo úr verður mikil og góð upplifun fyrir ungt keppnisfólk.

ReyCup er haldið af Knattspyrnufélaginu Þrótti með stuðningi Reykjavíkurborgar. Þróttarar annast sjálft mótshaldið en Reykjavíkurborg útvegar knattspyrnuvelli og aðra aðstöðu, t.d. fimm grunnskóla undir gistingu ásamt aðgangi að sundlaugum og Fjölskyldu- og húsdýragarðinum.

Hugmyndin að mótshaldinu kviknaði árið 2001 meðal bjartsýnisfólks í foreldrastarfi Þróttar. Rætt var um að þörf væri á metnaðarfullu móti fyrir 13-16 ára aldurinn og að Laugardalurinn væri tilvalinn mótsstaður. Sumir töldu að um óhóflega bjartsýni væri að ræða en fyrsta mótið var haldið sumarið eftir og nú er það orðið að árvissum viðburði í borgarlífinu.

Mikill metnaður einkennir mótshaldið og mestur hluti vinnunnar er inntur af hendi í sjálfboðaliðavinnu af hinum öfluga foreldrahópi í Þrótti. Fyrir hönd íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur vil ég sérstaklega þakka þessum harðsnúna hópi fyrir vel unnin störf í þágu æskulýðsmála í Reykjavík. Einnig óska ég aðstandendum Reycup sem og öllum keppendum til hamingju með vel heppnað mót með von um að þeir haldi áfram að þroska hæfileika sína og efla líkamshreysti á vettvangi íþrótta.

(Greinin birtist í Fréttablaðinu hinn 27.vii.2009.)

Rangfærslur vegna ummæla um tónlistarhús leiðréttar

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins kjósa Stefán Hermannsson, framkvæmdastjóri Austurhafnar TR og Stefán P. Eggertsson, stjórnarformaður sama fyrirtækis, að bera undirritaðan þeim sökum að hafa viðhaft villandi ummæli í sjónvarpsumræðum sl. miðvikudag um kostnað skattgreiðenda vegna tónlistarhúss við Reykjavíkurhöfn (TRH). Slíkar ásakanir eru ósanngjarnar og ekki verður hjá því komist að leiðrétta þær.Segja þeir félagar að þegar ráðist sé í fjárfestingu, sem fjármögnuð sé með lánum, sé afar villandi að ræða um kostnað verkefnisins sem heildargreiðslur afborgana og vaxta á öllum lánstímanum. Að ræða um kostnað verkefnisins sem 30 milljarða sé villandi.

Ásakanir þessar um villandi ummæli eru rangar og óskiljanlegar í ljósi þess að ég hef frá upphafi þessa ógæfumáls lagt mikla áherslu á að gera greinarmun á kostnaðaráætlun byggingarinnar annars vegar og heildargreiðslum afborgana og vaxta á lánstíma hins vegar, þ.e. heildarskuldbindingu skattgreiðenda vegna verksins. Þegar ég, árið 2004, greiddi atkvæði gegn umræddum byggingarframkvæmdum, einn kjörinna fulltrúa, hafði ég m.a. til hliðsjónar miklar umræður, sem þá höfðu átt sér stað á vettvangi sveitarstjórna í Danmörku og víðar, um kosti og galla svokallaðrar einkaframkvæmdar. Þær umræður höfðu þá þegar m.a. leitt í ljós að kjörnir fulltrúar höfðu freistast til að misnota kosti einkaframkvæmdar til að auka lántöku sveitarfélaga vegna stórframkvæmda langt umfram það sem eðlilegt gat talist. Niðurstaðan var sú að stjórnmálamenn yrðu ekki síður að horfa til áætlaðra heildarskuldbindinga skattgreiðenda vegna opinberra byggingarframkvæmda en kostnaðaráætlana, sem hafa oft reynst heldur bjartsýnar hérlendis, svo ekki sé meira sagt.

Því miður hafa sumir baráttumenn fyrir byggingu tónlistarhússins ætíð viljað gera lítið úr hinum mikla vaxta- og fjármagnskostnaði vegna framkvæmdarinnar og jafnvel orðið þykkjuþungir þegar minnst hefur verið á slíkt. Er furðulegt að nú skuli tveir embættismenn opinbers fyrirtækis ráðast fram á ritvöllinn og saka undirritaðan um að gefa Kastljósi villandi upplýsingar þegar heildarkostnaður verksins er dreginn fram. Ítrekað skal að þegar farið er yfir umræddan Kastljósþátt, kemur skýrt fram að undirritaður gerir skýran greinarmun á kostnaði vegna byggingar sjálfs hússins og heildarskuldbindingu vegna alls verkefnisins. Í þættinum segir orðrétt: ,,Kjartan Magnússon borgarfulltrúi vill meina að þetta þýði að heildarskuldbindingar ríkis og borgar vegna tónlistarhússins næstu 35 árin nemi þá alls um 30. milljörðum. Kjartan hefur gagnrýnt framkvæmdir við tónlistarhúsið frá upphafi, einn borgarfulltrúa.“

Ég tel að gera verði þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir hugsi um langtímahagsmuni umbjóðenda sinna. Afar varlega þarf að fara í að samþykkja dýr verkefni og velta kostnaðinum við þau yfir á komandi kynslóðir eins og því miður gerðist þegar samþykkt var að ráðast í byggingu tónlistarhússins árið 2004. Það er lágmark að þeir sem bera ábyrgð á þeirri framkvæmd, embættismenn sem kjörnir fulltrúar, viðurkenni þann gífurlega vaxta- og fjármagnskostnað sem skattgreiðendur framtíðarinnar munu þurfa að bera vegna þessarar feikidýru framkvæmdar. Hvernig eiga Íslendingar að læra af þeim mistökum fortíðar, sem fólust í ofurskuldsetningu þjóðarinnar, ef menn kjósa að einblína á kostnaðaráætlanir en neita að horfast í augu við þau fjármagnsgjöld sem fylgja einkaframkvæmdum?

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 28. júní 2009.

Nýr skóli í Úlfarsárdal

Eftir Kjartan Magnússon og Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur:

ÞAÐ ER mikið fagnaðarefni fyrir íbúa og byggjendur í Úlfarsárdal að á fimmtudaginn var tekin skóflustunga að nýjum skóla, samreknum leik- og grunnskóla, sem áætlað er að taki til starfa haustið 2010. Breytt efnahagsástand hefur haft áhrif á hraða uppbyggingar í Úlfarsárdal og íbúar og tilvonandi íbúar eðlilega uggandi yfir málum. Eftir mikil samskipti okkar, embættismanna og íbúa, um hvernig hægt væri að búa að börnum í hverfinu og skapa mikilvægan samverustað íbúa varð samstaða um að leggja áherslu á að hefja byggingu á leikskóla fyrr en áætlað var og hefja rekstur samrekins leik- og grunnskóla í honum haustið 2010.

Samþætting og sveigjanleiki

Leikskólaráð- , menntaráð og íþrótta- og tómstundaráð lögðu því til, við framkvæmda- og eignaráð Reykjavíkurborgar, sameiginlega tillögu um að samrekinn leikskóli og grunnskóli fyrir 1.-4. bekk ásamt frístundaheimili taki til starfa í Úlfarsárdal. Í samrekstri skóla felast spennandi tækifæri í sveigjanleika á milli skólastiga og samþættingu skóla- og frístundastarfs. Í því skyni verður sem fyrst hafin bygging húsnæðis við Úlfarsbraut 118-120 sem hugsuð var sem framtíðarhúsnæði leikskóla í hverfinu. Á fyrsta starfsári skólans er reiknað með um 40-50 börnum á leikskólaaldri og svipuðum fjölda grunnskólabarna í 1.-4. bekk. Gert er ráð fyrir því að skólinn „eldist“ með börnunum, þ.e. árlega bætist við bekkur í skólann, jafnhliða því sem börnin verða eldri.

Spennandi hönnun

Skólahúsnæðið við Úlfarsbraut 118-120 er framtíðarhúsnæði leikskóla í hverfinu. Byggingin er hönnuð sem 5-6 deilda leikskóli á 5.350 m2 lóð eftir hönnunarsamkeppni. Áætlaður heildarkostnaður við bygginguna er 460 milljónir króna. Við hönnun byggingarinnar var haft í huga að umhverfið gegnir stóru hlutverki í uppeldi og menntun barna. Umhverfið innan húss er því skipulagt með það í huga. Það umhverfi sem börnunum er boðið er í senn öruggt, hvetjandi, aðlaðandi, verndandi og fallegt. Rýmið er sveigjanlegt á þann hátt að hægt er að stækka og minnka það eftir þörfum. Einnig er hugsað fyrir mismunandi aldri barnanna og miðað við stærð þeirra og þarfir og hentar því einnig vel fyrir starfsemi yngstu bekkja grunnskóla.

Með ákvörðun uppbyggingar sameiginlegs húsnæðis nýtist fjármagn til varanlegrar uppbyggingar. Leikskólinn fer strax í endanlegt húsnæði og starfsemi grunnskólans verður á sama svæði og fyrirhugaður grunnskóli og íþróttasvæði. Til viðbótar við spennandi tækifæri í sveigjanleika milli skólastiga og samþættingu skóla- og frístundastarfs verður húsnæðið án efa fyrsti samkomustaður hverfisins og eykur þannig samskipti og samræðu íbúa um framtíðina í þessu fallega hverfi.

Þessi grein birtist í Morgunblaðinu 15. júní 2009.