Kjartan Magnússon er fæddur í Reykjavík 5. desember 1967. Hann er student frá Menntaskólanum í Reykjavík og las sagnfræði við Háskóla Íslands. Kjartan starfaði sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 1991-1999 og sinnti þar lengst af fréttum um viðskipti og atvinnulíf.
Kona Kjartans er Guðbörg Sigurgeirsdóttir og eiga þau þrjú börn.
Auk borgarstjórnar á Kjartan sæti í eftirtöldum ráðum:
- Skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
- Íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur.
- Öldungaráði Reykjavíkur.
- Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur.
- Hverfisráði Vesturbæjar.
- Varamaður í borgarráði og stjórnkerfis- og lýðræðisráði.