Skýr stefnumál í þágu Reykvíkinga

Afar mikilvæg viðfangsefni eru framundan í stjórnmálum þjóðarinnar, sem snúa að endurreisn atvinnulífsins, bættum lífskjörum og umbótum í opinberri þjónustu. Valkostirnir eru skýrir:

Annars vegar framþróun á grundvelli frjálsræðis, takmarkaðra ríkisafskipta og arðbærrar innviðafjárfestingar.

Hins vegar öfugþróun með miðstýringu og fjármögnun óarðbærra gæluverkefna, eins og Borgarlínu og flugvallar í Hvassahrauni, upp á hunruð milljarða króna. Geypidýr gæluverkefni munu kalla á skattahækkanir fyrr en síðar.

Veljum frelsi – Höfnum helsi

Nú er mikilvægt að Sjálfstæðisflokkurinn tali skýrt og tæpitungulaust fyrir frjálsræði og minni álögurm en hafni afdráttarlaust leið gæluverkefna, skattahækkana og frekari skuldasöfnunar hins opinbera. Taka þarf skýra afstöðu til málefna Reykvíkinga, sem heyra undir ríkisvaldið. Hér á eftir fer afstaða mín til slíkra málefna:

  • Borgarlínuskatt – Nei takk! Skattbyrði Reykvíkinga verði ekki aukin. Ekki kemur til greina að leggja viðbótarskatt á bílaeigendur í Reykjavík í formi veggjalda til að fjármagna hundruð millarða króna kostnað vegna Borgarlínu.
  • Eflum einkaframtakið! Drögum úr miðstýringu og álögum á atvinnulífið og veitum því þannig svigrúm til að hækka laun og fjölga atvinnutækifærum.
  • Samgöngubætur í forgang! Ráðast þarf í löngu tímabærar samgönguframkvæmdir á fjölförnustu gatnamótum í Reykjavík, sem auka umferðaröryggi, greiða fyrir umferð og draga úr mengun.
  • Sundabraut strax! Koma þarf í veg fyrir að borgaryfirvöld tefji frekari undirbúningsvinnu vegna Sundabrautar svo hægt verði að hefja lagningu hennar sem fyrst.
  • Skuldsetjum ekki komandi kynslóðir! Eftir mikinn hallarekstur 2020-2021 verði jafnvægi náð í rekstri hins opinbera árið 2022
  • Alþingi verður að fjalla um skuldastöðu Reykjavíkurborgar, sem komin er yfir hættumörk, og skoða leiðir til úrbóta.
  • Ósanngjörn skattlagning! Alþingi breyti álagningu fasteignaskatta, sem koma nú mun harðar niður á fasteignaeigendum í Reykjavík en öðrum landsmönnum.
  • Biðlistana burt! Nýta þarf kosti einkarekstrar í heilbrigðisþjónustu betur en nú er gert, með gæði og hagkvæmni að leiðarljósi.
  • Bætum löggæslu! Efla þarf löggæslu í borginni, t.d. með aukinni áherslu á hverfalöggæslu, þar sem lögreglan er sýnileg á götunum en ekki bundin við skristofustörf.
Be Sociable, Share!