Jafnvægi og framsýni

flokksradsfundur-samth-rikisstjornaradild-9-1-17

Jafnvægi og framsýni verða einkunnarorð nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar undir forsæti Bjarna Benediktssonar. Góð stemmning ríkti á fjölmennum flokksráðsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrr í kvöld og samþykktu fundarmenn einum rómi aðild flokksins að stjórninni. Auk forsætisráðuneytisins mun Sjálfstæðisflokkurinn fara með innanríkisráðuneytið, menntamálaráðuneytið, utanríkisráðuneytið og iðnaðar- og viðskiptamál í atvinnuvegaráðuneytinu. Nýrri ríkisstjórn er óskað velfarnaðar með von um að henni takist að stuðla að enn frekari bætingu lífskjara með því að framlengja yfirstandandi hagvaxtarskeið, sem er nú þegar orðið hið lengsta í lýðveldissögunni.

Á áðurnefndum fundi kastaði sr. Hjálmar Jónsson fram eftirfarandi vísu:

Tugi funda trú þau sátu,
terta bakast.
Það sem aðrir ekki gátu
er að takast.

 

 

 

 

 

 

 

 

Be Sociable, Share!