Sr. Vigfús Þór Árnason kveður Grafarvogssöfnuð

Fjölmenni og fjör var við kveðjumessu sr. Vigfúsar Þórs Árnasonar í Grafarvogskirkju sl. sunnudag en hann lætur nú af störfum í fjölmennasta prestakalli landsins eftir 27 ára farsæla þjónustu. Sr. Vigfús Þór hefur að mörgu leyti verið frumkvöðull í kirkjustarfi og eftir því hefur verið tekið hvað safnaðarstarf hefur verið öflugt undir hans stjórn, ekki síst þjónusta við eldri borgara og barnafjölskyldur. Hann hefur einnig áunnið sér mikla virðingu og þakklæti fyrir styrkjandi hjálp þegar sorgin knýr dyra og þá verið reiðubúinn til þjónustu á nóttu sem degi.20160410_151142_resized

Be Sociable, Share!