Útihátíð í Vesturbæjarlaug

Velunnarar Vesturbæjarlaugar hafa í sumar staðið fyrir fjársöfnun í því skyni að kaupa fiskabúr og setja það upp í anddyri laugarinnar, á svipuðum stað og gamla fiskabúrið var. Ég man vel eftir gamla búrinu en það var árum saman gleðigjafi sundlaugargesta, ekki síst af yngri kynslóðinni, allt þar til það var tekið í tengslum við andlitslyftingu á anddyrinu um miðjan níunda áratuginn. Framtak sundlaugarvinanna er lofsvert og hefur verið vel tekið af formanni íþrótta- og tómstundaráðs, sem hér slær auðmjúklega á lyklaborð.

Í dag stóðu aðstandendur söfnunarinnar fyrir útihátíð í samvinnu við Vesturbæjarlaug. Sundlaugarbakkinn var nýtur sem afbragðs hljómsveitarpallur þar sem frábærir listamenn spiluðu fyrir gesti og gangandi, og að sjálfsögðu syndandi. Leiktæki voru til staðar fyrir börnin og í boði var ís og annað góðgæti. Í stuttu máli sagt: Allir glaðir í góðu veðri. Hafi sundlaugarvinirnir bestu þakkir fyrir vel heppnaða útihátíð og fjársöfnun í þágu Vesturbæjarlaugar.
Oddný Áslaug skírð.

Skírn

Í dag fór fram skírnarathöfn heima á Hávallagötunni þar sem dóttur okkar Guðbjargar, sem fæddist hinn 15. júní sl., var gefið nafnið Oddný Áslaug. Hér erum við foreldrarnir ásamt barninu og prestinum, sr. Sigurði Grétari Helgasyni.

Be Sociable, Share!