Glæsilegur Víkingsvöllur vígður

Nýr og glæsilegur gervigrasvöllur Víkings í Fossvogsdal var formlega tekinn í notkun í dag í góðu veðri. Hanna Birna Kristjánsdóttir vígði völlinn ásamt ungum iðkendum úr Víkingi. Þar með hefur þeim áfanga verið náð í þágu íþróttastarfs að öll íþróttafélög borgarinnar ráða nú yfir gervigrasvelli til æfinga og eru flestir þeirra upphitaðir.
Efnið á vellinum er af svokallaðri þriðju kynslóð gervigrass og er reiknað með að nýting á slíkum velli sé um fimmtán sinnum meiri en á hefðbundnum grasvelli! Völlurinn er 111 x 73 metrar að stærð en merktur völlur er 105 x 68 metrar. Hann er upphitaður með hitakerfi og nemur heildarlengd plastpípna til upphitunar um 33 kílómetrum. Þá er völlurinn flóðlýstur með sex 18 metra háum möstrum. Alls er búið að dreifa um 146 tonnum af sandi á völlinn og um 52 tonnum af gúmmíkurli.
Víkingar hafa beðið eftir gervigrasvellinum í mörg ár og er auðheyrt að þeir binda miklar vonir við hann til eflingar knattspyrnu hjá félaginu, ekki síst í barna- og unglingastarfi.
Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði í ágúst 2004, um að hafinn yrði undirbúningur að lagningu gervigrasvallar á félagssvæði Víkings. Ári síðar, í september 2005 lögðum við sjálfstæðismenn til að undirbúningsvinnu yrði hraðað og völlurinn lagður á árinu 2006. Fulltrúar R-listans felldu tillöguna en þess í stað var samþykkt að stefnt yrði að því að umræddur völlur yrði tekinn í notkun árið 2007. Framkvæmdir við völlinn hófust þó ekki fyrr en haustið 2007 er nýlokið eins og áður segir.
Eftir vígsluna voru veitingar í boði og síðan fylgdist ég með fjörugum leik Víkings og Aftureldingar, sem lyktaði með markalausu jafntefli. Óhætt er að segja að íþróttasvæði Víkings í Fossvogi er eitt hið fegursta og veðursælasta í Reykjavík og þangað er ætíð gott að koma.
Ég óska Víkingum til hamingju með glæsilegan gervigrasvöll og er þess fullviss að hann mun um ókomin ár efla hreysti og líkamlegt sem andlegt atgervi barna- og ungmenna í Fossvogi, Bústöðum, Smáíbúðahverfi og Blesugróf.

Nýr og glæsilegur gervigrasvöllur Víkings í Fossvogsdal var formlega tekinn í notkun í dag í góðu veðri. Hanna Birna Kristjánsdóttir vígði völlinn ásamt ungum iðkendum úr Víkingi. Þar með hefur þeim áfanga verið náð í þágu íþróttastarfs að öll íþróttafélög borgarinnar ráða nú yfir gervigrasvelli til æfinga og eru flestir þeirra upphitaðir.

Efnið á vellinum er af svokallaðri þriðju kynslóð gervigrass og er reiknað með að nýting á slíkum velli sé um fimmtán sinnum meiri en á hefðbundnum grasvelli! Völlurinn er 111 x 73 metrar að stærð en merktur völlur er 105 x 68 metrar. Hann er upphitaður með hitakerfi og nemur heildarlengd plastpípna til upphitunar um 33 kílómetrum. Þá er völlurinn flóðlýstur með sex 18 metra háum möstrum. Alls er búið að dreifa um 146 tonnum af sandi á völlinn og um 52 tonnum af gúmmíkurli.

Víkingar hafa beðið eftir gervigrasvellinum í mörg ár og er auðheyrt að þeir binda miklar vonir við hann til eflingar knattspyrnu hjá félaginu, ekki síst í barna- og unglingastarfi.

Upphaf framkvæmdarinnar má rekja til tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í íþrótta- og tómstundaráði í ágúst 2004, um að hafinn yrði undirbúningur að lagningu gervigrasvallar á félagssvæði Víkings. Ári síðar, í september 2005 lögðum við sjálfstæðismenn til að undirbúningsvinnu yrði hraðað og völlurinn lagður á árinu 2006. Fulltrúar R-listans felldu tillöguna en þess í stað var samþykkt að stefnt yrði að því að umræddur völlur yrði tekinn í notkun árið 2007. Framkvæmdir við völlinn hófust þó ekki fyrr en haustið 2007 er nýlokið eins og áður segir.

Eftir vígsluna voru veitingar í boði og síðan fylgdist ég með fjörugum leik Víkings og Aftureldingar, sem lyktaði með markalausu jafntefli. Óhætt er að segja að íþróttasvæði Víkings í Fossvogi er eitt hið fegursta og veðursælasta í Reykjavík og þangað er ætíð gott að koma.

Ég óska Víkingum til hamingju með glæsilegan gervigrasvöll og er þess fullviss að hann mun um ókomin ár efla hreysti og líkamlegt sem andlegt atgervi barna- og ungmenna í Fossvogi, Bústöðum, Smáíbúðahverfi og Blesugróf.

Be Sociable, Share!